Viðskipti innlent

Hrein eign Lífeyrissjóða rýrnar

Lífeyrissjóðurinn Gildi.
Hrein eign lífeyrissjóðanna nam um 1350 milljörðum króna í lok júlí.
Lífeyrissjóðurinn Gildi. Hrein eign lífeyrissjóðanna nam um 1350 milljörðum króna í lok júlí.

Hrein eign lífeyrissjóðanna nam um 1.350 milljörðum króna í lok júli síðastliðins og lækkaði um rúma 8,4 milljarða milli mánaða, samkvæmt tölum frá Seðlabankanum.

Eign sjóðanna í erlendum verðbréfum dróst saman um þrjú prósent milli mánaða og má rekja þá lækkun til veikingar krónunnar á tímabilinu. Eignir lífeyrissjóðanna í innlendum hlutabréfum lækkuðu um 1,5 prósent í júlí.

Hrein eign lífeyrissjóðanna hefur aukist um ellefu prósent frá áramótum, er það tæpum tveimur prósentum betri ávöxtun en á sama tímabili í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×