Innlent

Schengen-samstarfið rætt

Þróun Schengen-samstarfsins og það hvernig Ísland tengist samstarfi innan Evrópusambandsins á sviði réttarfars- og lögreglumála verður í brennidepli á ráðstefnu sem Evrópunefnd forsætisráðherra og Háskólinn á Bifröst standa fyrir nú í vikulokin.

Meðal fyrirlesara verða Erna Solberg, formaður norska Hægriflokksins, og Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og formaður Evrópunefndarinnar. Meðal spurninga er hvort flötur sé á því að fella samstarf ESB á sviði innanríkis- og dómsmála inn í EES-samninginn. Ráðstefnan fer fram að Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×