Innlent

Gamla slippnum og verbúðinni lokað

Gamli slippurinn Húsið með græna þakið lengst til hægri verður rifið en þar í kjallaranum hefur Tré- og skipasmíðastöðin Stoð og stytta verið með aðstöðu sína. Verbúð Vinnslustöðvarinnar er á efri hæðum.óskar p. friðriksson
Gamli slippurinn Húsið með græna þakið lengst til hægri verður rifið en þar í kjallaranum hefur Tré- og skipasmíðastöðin Stoð og stytta verið með aðstöðu sína. Verbúð Vinnslustöðvarinnar er á efri hæðum.óskar p. friðriksson

Gamli slippurinn í Vestmannaeyjum verður lagður niður um næstu mánaðamót og síðasta verbúðin þar í bæ mun heyra sögunni til í nóvember næstkomandi.

Tré- og skipasmíðastöðin Stoð og stytta hefur verið með aðstöðu sína við gamla slippinn en húsnæðið sem og slippsvæðið er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Stjórnendur hennar hafa nú ákveðið að rífa húsið við slippinn og flytja þangað olíu- og lýsistanka fyrir bræðsluna, að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar framkvæmdastjóra. Verbúð Vinnslustöðvarinnar hefur verið í húsnæðinu sem nú stendur til að rífa og hefur leigusamningum við íbúa verið sagt upp. Verða þeir komnir í annað húsnæði fyrir í nóvember næstkomandi að sögn Sigurgeirs Brynjars. Einn íbúi þar hefur verið á verbúð Vinnslustöðvarinnar í 30 ár.

Mikil starfsemi fór fram í gamla slippnum og segir Þórólfur Vilhelmsson hjá Stoð og styttu að tugir manna hafi unnið þar um miðbik síðustu aldar og fjölmörg skip verið smíðuð þar. Skipalyftan ehf. er hins vegar stærsta slippstöðin í Vestmannaeyjum og eftir næstu mánaðamót sú eina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×