Innlent

Aðaldælingar vilja sameiningu

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt að ganga til viðræðna við sveitarstjórn Aðaldælahrepps um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur enn ekki svarað beiðni frá Aðaldælahreppi um viðræður um sameiningu.

Ólína Arnkelsdóttir, oddviti Aðaldælahrepps, segir viðræðurnar tilkomnar eftir niðurstöður könnunar sem gerð var meðal íbúa Aðaldælahrepps um leið og sveitarstjórnarkosningarnar voru haldnar í vor. „Niðurstaða könnunarinnar var sú að Aðaldælingar, eru tilbúnir til þess að ganga til viðræðna við sveitarstjórn Skútastaðahrepps og Þingeyjarsveitar um hugsanlega sameiningu. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur enn ekki svarað skriflegu erindi okkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×