Viðskipti innlent

Avion kaupir í Advent Air

Magnús Þorsteinsson Magnús, sem er stjórnarformaður Avion Group, sést hér halda ræðu á aðalfundi félagsins.
Magnús Þorsteinsson Magnús, sem er stjórnarformaður Avion Group, sést hér halda ræðu á aðalfundi félagsins.

Avion Group hefur gert samning um kaup á fimm prósentum hlutafjár í ástralsk-asíska flugrekstrarfélaginu Advent Air. Kaupverð er tvö hundruð milljónir króna.

Jafnframt gerði Avion Group samstarfssamning við Advent Air. Í samstarfinu felst að Advent Air mun leigja allt að fjórar Airbus A320 vélar af dótturfélögum Avion Group, Star Airlines í Frakklandi og Star Europe í Þýskalandi. Skywest, sem er dótturfélag Advent Air og flýgur einkum til Ástralíu, mun nota flugvélarnar.

Advent Air er skráð á AIM-hlutabréfamarkaðinn í Lundúnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×