Innlent

Heilsuleysi fylgikvilli offitu

Einar Már Kristjánsson 
Bíður innlagnar á næringarsvið Reykjalundar.
Einar Már Kristjánsson Bíður innlagnar á næringarsvið Reykjalundar.

Einari Má Kristjánssyni hefur ekki tekist að ná af sér þeim fimmtán kílóum sem er forsenda þess að komast inn á næringarsviðið á Reykjalundi.

Einar er einn af tæplega fjögur hundruð einstaklingum sem á við lífshættulega offitu að stríða og bíður innlagnar á næringarsvið Reykjalundar. Þess má geta að nýr ráðningarsamningur við heilbrigðisráðuneytið mun fela í sér aukið fjármagn til næringarsviðsins og í kjölfarið má búast við að biðlistar styttist en nú er biðtíminn tíu mánuðir.

Einar vegur nú tæplega 184 kg og hefur beðið innlagnar í tvö ár. "Mér finnst það þurfi að vera annað kerfi þar sem ekki er skilyrði að missa ákveðin kíló til að komast í innlögn, ekki síst í ljósi þess að offita er alltaf að verða meira vandamál hér á landi."

Einar hefur þurft að glíma við ýmsa heilsukvilla sem eru afleiðing langtíma offitu og má sem dæmi nefna háþrýsting og slitgigt. "Þessir fylgikvillar hafa orðið til þess að ég á mjög erfitt með að hreyfa mig en hreyfing er einmitt lykillinn að því að léttast."

Einar er öryrki vegna ofþyngdar sinnar og segir sig skorta viljastyrk til að halda sig við hollustu í mataræði til langs tíma. Einar segir sig vanta þá rútínu og aðhald sem innlögn á næringarsvið Reykjalundar myndi veita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×