Að læra af reynslunni 22. ágúst 2006 01:23 Full ástæða er til að hrósa lögreglunni í Reykjavík, og öðrum sem komu að skipulagi öryggisgæslu á Menningarnótt, fyrir þær góðu framfarir sem voru á stjórn skemmtanahaldsins milli ára. Ólíkt hátíðarhöldunum í fyrra fór Menningarnótt nokkuð bærilega fram að þessu sinni þrátt fyrir gríðarlegan mannsöfnuð í borginni. Erfitt er hins vegar að skilja af hverju lögreglan og stjórnendur höfuðborgarinnar sýna ekki sama vilja til að læra af reynslunni þegar kemur almennt að næturlífinu um helgar í miðborg Reykjavíkur. Á Menningarnótt voru um áttatíu lögreglumenn á vakt í miðbænum og höfðu þeir sér til fulltingis fólk í gulgrænum vestum sem voru kirfilega merkt öryggisgæslu. Þetta voru meðal annars björgunarsveitarmenn og starfsfólk Íþrótta- og tómstundaráðs. Til samans skapaði þessi hópur ásamt lögregluþjónunum mjög sýnilega nærveru sem hefur örugglega haft sitt að segja um að sama hömluleysi brast ekki á þegar líða fór á kvöldið og á Menningarnótt í fyrra. Nákvæmlega sama gildir um eftirlit með skemmtanahaldi og eftirlit með hraðakstri á vegum úti. Forvarnargildi þess að lögreglan sé sýnileg skiptir miklu máli í báðum tilfellum. Eins og þeir þekkja, sem leggja leið sína um miðbæinn að næturlagi um helgar, er aftur á móti afar fátítt að rekast þar á laganna verði á gangi. Svo virðist reyndar sem þeim hafi fækkað töluvert eftir að eftirlitsmyndavélar voru settar upp á fjölförnustu hornum miðbæjarins. Ekki skal lögreglunni í Reykjavík ætlað að gera sér ekki grein fyrir mikilvægi þess að vera sýnileg. Hitt er miklu líklegra að hér sé á ferðinni spurning um forgangsröðun og fjármagn. Mannmargt eftirlit um helgar kostar sitt og þegar verkefnin eru næg kjósa lögregluyfirvöld væntanlega að eyða fé sínu í annað en að reyna að hafa hemil á fólki á helgarskralli. Þó er svo sannarlega full ástæða til að bæta úr ástandinu um helgar í miðbænum. Hér er ekki átt við aukna öryggisgæslu vegna tilhæfulauss ofbeldis sem fólk á ferli í miðbænum getur átt von á af hendi ókunnugra, það er vægast svo mjög uppblásið og orðum aukið, heldur þeim almennu skrílslátum, hávaða og sóðaskap sem fylgir sumum nátthröfnunum. Meiri sýnileiki lögreglunnar, eða þá sérstakra öryggisvarða sem geta gripið inn í og kallað lögregluna til ef gleðskapurinn á götunum fer úr böndunum, myndi án efa draga hratt úr skrílslátunum. Siðbót þessa gróskumikla mannlífs í miðborginni er verkefni sem væri gaman að sjá nýjan meirihluta í borgarstjórn spreyta sig á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Full ástæða er til að hrósa lögreglunni í Reykjavík, og öðrum sem komu að skipulagi öryggisgæslu á Menningarnótt, fyrir þær góðu framfarir sem voru á stjórn skemmtanahaldsins milli ára. Ólíkt hátíðarhöldunum í fyrra fór Menningarnótt nokkuð bærilega fram að þessu sinni þrátt fyrir gríðarlegan mannsöfnuð í borginni. Erfitt er hins vegar að skilja af hverju lögreglan og stjórnendur höfuðborgarinnar sýna ekki sama vilja til að læra af reynslunni þegar kemur almennt að næturlífinu um helgar í miðborg Reykjavíkur. Á Menningarnótt voru um áttatíu lögreglumenn á vakt í miðbænum og höfðu þeir sér til fulltingis fólk í gulgrænum vestum sem voru kirfilega merkt öryggisgæslu. Þetta voru meðal annars björgunarsveitarmenn og starfsfólk Íþrótta- og tómstundaráðs. Til samans skapaði þessi hópur ásamt lögregluþjónunum mjög sýnilega nærveru sem hefur örugglega haft sitt að segja um að sama hömluleysi brast ekki á þegar líða fór á kvöldið og á Menningarnótt í fyrra. Nákvæmlega sama gildir um eftirlit með skemmtanahaldi og eftirlit með hraðakstri á vegum úti. Forvarnargildi þess að lögreglan sé sýnileg skiptir miklu máli í báðum tilfellum. Eins og þeir þekkja, sem leggja leið sína um miðbæinn að næturlagi um helgar, er aftur á móti afar fátítt að rekast þar á laganna verði á gangi. Svo virðist reyndar sem þeim hafi fækkað töluvert eftir að eftirlitsmyndavélar voru settar upp á fjölförnustu hornum miðbæjarins. Ekki skal lögreglunni í Reykjavík ætlað að gera sér ekki grein fyrir mikilvægi þess að vera sýnileg. Hitt er miklu líklegra að hér sé á ferðinni spurning um forgangsröðun og fjármagn. Mannmargt eftirlit um helgar kostar sitt og þegar verkefnin eru næg kjósa lögregluyfirvöld væntanlega að eyða fé sínu í annað en að reyna að hafa hemil á fólki á helgarskralli. Þó er svo sannarlega full ástæða til að bæta úr ástandinu um helgar í miðbænum. Hér er ekki átt við aukna öryggisgæslu vegna tilhæfulauss ofbeldis sem fólk á ferli í miðbænum getur átt von á af hendi ókunnugra, það er vægast svo mjög uppblásið og orðum aukið, heldur þeim almennu skrílslátum, hávaða og sóðaskap sem fylgir sumum nátthröfnunum. Meiri sýnileiki lögreglunnar, eða þá sérstakra öryggisvarða sem geta gripið inn í og kallað lögregluna til ef gleðskapurinn á götunum fer úr böndunum, myndi án efa draga hratt úr skrílslátunum. Siðbót þessa gróskumikla mannlífs í miðborginni er verkefni sem væri gaman að sjá nýjan meirihluta í borgarstjórn spreyta sig á.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun