Viðskipti innlent

Kaupir í Camillo Eitzen

Þórður Már Jóhannesson forstjóri
Þórður Már Jóhannesson forstjóri

Straumur-Burðarás er orðinn þriðji stærsti hluthafinn í skipafélaginu Camillo Eitzen (CECO) sem er skráð í Kauphöllina í Osló. Markaðsverð félagsins er rétt um 27 milljarðar króna þannig að fimm prósenta hlutur Straums er um 1,4 milljarða virði.

Camillo Eitzen hefur vaxið hratt á síðustu misserum í kjölfar yfirtaka á öðrum félaögum. Fyrirtækið skilaði fimm milljarða hagnaði á síðasta starfsári og jókst hann um tæp 40 prósent á milli ára. Tekjur félagsins námu 35 milljörðum króna á síðasta ári sem var fimmtungshækkun frá fyrra ári.

Félagið beinir starfsemi sinni að gas- og efnaiðnaði, gámaflutningum og stundar auk þess víðtæka fjárfestingarstarfsemi innan skipaiðnaðarins. Sem dæmi um mikil umsvif Camillo Eitzen í yfirtökum og samrunum má nefna að um næstu mánaðamót sameinast renna dótturfélagið TESMA Holding og Strömme í eitt félag sem fær nafnið Eitzen Maritime Service. Nýja félagið verður að 55 prósentum hluta í eigu CECO.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×