Viðskipti innlent

Krónufjárfestar brenndir

Bæði innlendir og erlendir fjárfestar hafa tapað töluverðum fjárhæðum við veikingu krónunnar undanfarna daga.

Sérfræðingar á peningamarkaði segja að ekki séu til opinberar tölur um hversu margir hafi verið að tapa peningum eða hversu miklum, en það séu helst spákaupmenn. Síðustu mánuði hafa erlendir fjárfestar komið inn og fjárfest í svokölluðum krónubréfum og verða því undir þegar gengið snýr svo snögglega við. Á móti kemur svo mikill vaxtamunur sem ver þá að einhverju leyti gegn gengistapinu. Þá er vitað til þess að einhver hópur innlendra spákaupmanna hafi lent í "súrum stöðum".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×