Viðskipti innlent

Skýrr kaupir í EJS

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hreinn Jakobsson Hreinn, sem er forstjóri Skýrr, segist sjá margvísleg sóknarfæri í kaupunum á EJS.
Hreinn Jakobsson Hreinn, sem er forstjóri Skýrr, segist sjá margvísleg sóknarfæri í kaupunum á EJS. Fréttablaðið/Vilhelm
Skýrr hf. hefur skrifað undir samning um kaup 58,7 prósenta hlut í EJS hf. en kaupverðið er sagt vera trúnaðarmál.

Skýrr er dótturfélag Kögunar hf., en gera á frekari grein fyrir kaupunum í tengslum við ársuppgjör Kögunar í næstu viku.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að samningurinn sé gerður með fyrirvörum, meðal annars um hefðbundna áreiðanleikakönnun, sem gert er ráð fyrir að ljúka í byrjun mars.

Auk móðurfélagsins teljast til EJS samstæðunnar dótturfyrirtækin Eskill ehf., iSoft ehf., Símland ehf. og Hýsing ehf. Velta samstæðunnar nam í fyrra um 3,6 milljörðum króna, en hjá henni starfa um 150 starfsmenn. EJS starfar, líkt og Skýrr, á sviði upplýsingatækni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×