Viðskipti innlent

Bandaríkjadalur að lækka

Einn bandarískur dalur. Sérfræðingar spá því að gengi dalsins komi til með að lækka á árinu.
Einn bandarískur dalur. Sérfræðingar spá því að gengi dalsins komi til með að lækka á árinu.

Erlendir sérfræðingar telja að gengi bandaríkjadals muni lækka gagnvart helstu gjaldmiðlum á árinu. Kemur þetta fram á vefsíðu greiningardeildar Íslandsbanka.

Margir höfðu spáð því að gengi dals myndi lækka á síðasta ári en svo fór ekki og var það rakið til vaxtahækkana bandaríska Seðlabankans. Nú er hins vegar útlit fyrir að vaxtahækkanaferli bankans sé lokið í bili og líklegt að hinn gríðarlegi viðskiptahalli landsins fari að segja til sín.

Gengi dals stendur nú í rúmlega 61 krónu. 1,2 dalir fást fyrir hverja evru og tæplega 1,8 fyrir hvert breskt pund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×