Leikskólakennarar í Kraganum krefjast launaleiðréttingar 29. desember 2005 22:13 MYND/GVA Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. Mikil óánægja hefur verið meðal leikskólakennara í Reykjavík með launakjör sín eftir að ófaglærðir starfsmenn innan Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar leikskóla sömdu við Reykjavíkurborg fyrir skömmu. Þessi óánægja nær út fyrir borgarmörkin því í dag funduðu trúnaðarmenn leikskólakennara í sveitarfélögum í kringum Reykjavík, í Kraganum svokallaða, og samþykktu harðorða ályktun. Þar er skorað á sveitarfélög að sjá til þess að laun leikskólakennara verði leiðrétt hið fyrsta. Björk Óttarsdóttir, formaður svæðadeildar Félags leikskólakennara í Kraganum, segir tilfinningarnar blendnar til hinna nýju samningar. Leikskólakennarar séu ánægðir með að loks sé viðurkennt að borga þurfi góð laun fyrir störf á leikskólum en Björk segir leikskólakennara óánægða með að sveitarfélögin vilji ekki ræða við þá og sinni málinu ekki eins mikið og leikskólakennarar vildu. Ellefu kennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi skiluðu í dag inn uppsagnarbréfum til bæjarins og má það rekja til ánægju þeirra með kjör sín. Hrafnhildur Sigurðardóttur, leikskólafulltrúi hjá Seltjarnarnesbæ, segir staðið hafi yfir viðræður milli bæjaryfirvalda og leikskólakennarana um að þeim verði umbunað sérstaklega vegna þess mikla álags sem verið hefur á leikskólum bæjarins í haust vegna manneklu. Bæjaryfirvöld hyggist finna lausn á málinu skjótt og vonast Hrafnhildur til að uppsagnirnar verði dregnar til baka, en leikskólakennararnir sem sögðu upp hyggjast funda á morgun vegna málsins. Þá fer einnig fram annar fundur, á milli borgarstjóra og forsvarsmanna Félags leikskólakennara, en Björk reiknar með að niðurstaða þess fundar hafi mikil áhrif á framhaldið. Leikskólakennarar í Reykjavík horfi til fundarins en einnig kennarar í sveitarfélögunum í kring því þetta sé eitt vinnusvæði. Hún vonist til þess að það fari að gerast eitthvað í málunum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira
Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. Mikil óánægja hefur verið meðal leikskólakennara í Reykjavík með launakjör sín eftir að ófaglærðir starfsmenn innan Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar leikskóla sömdu við Reykjavíkurborg fyrir skömmu. Þessi óánægja nær út fyrir borgarmörkin því í dag funduðu trúnaðarmenn leikskólakennara í sveitarfélögum í kringum Reykjavík, í Kraganum svokallaða, og samþykktu harðorða ályktun. Þar er skorað á sveitarfélög að sjá til þess að laun leikskólakennara verði leiðrétt hið fyrsta. Björk Óttarsdóttir, formaður svæðadeildar Félags leikskólakennara í Kraganum, segir tilfinningarnar blendnar til hinna nýju samningar. Leikskólakennarar séu ánægðir með að loks sé viðurkennt að borga þurfi góð laun fyrir störf á leikskólum en Björk segir leikskólakennara óánægða með að sveitarfélögin vilji ekki ræða við þá og sinni málinu ekki eins mikið og leikskólakennarar vildu. Ellefu kennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi skiluðu í dag inn uppsagnarbréfum til bæjarins og má það rekja til ánægju þeirra með kjör sín. Hrafnhildur Sigurðardóttur, leikskólafulltrúi hjá Seltjarnarnesbæ, segir staðið hafi yfir viðræður milli bæjaryfirvalda og leikskólakennarana um að þeim verði umbunað sérstaklega vegna þess mikla álags sem verið hefur á leikskólum bæjarins í haust vegna manneklu. Bæjaryfirvöld hyggist finna lausn á málinu skjótt og vonast Hrafnhildur til að uppsagnirnar verði dregnar til baka, en leikskólakennararnir sem sögðu upp hyggjast funda á morgun vegna málsins. Þá fer einnig fram annar fundur, á milli borgarstjóra og forsvarsmanna Félags leikskólakennara, en Björk reiknar með að niðurstaða þess fundar hafi mikil áhrif á framhaldið. Leikskólakennarar í Reykjavík horfi til fundarins en einnig kennarar í sveitarfélögunum í kring því þetta sé eitt vinnusvæði. Hún vonist til þess að það fari að gerast eitthvað í málunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira