Innlent

Telur að HB Grandi komi aftur inn í Úrvalsvísitöluna

MYND/Vísir

HB Grandi er ekki lengur í hópi fimmtán stærstu og virkustu fyrirtækja landsins. Um áramót verður fyrirtækið síðasta sjávarútvegsfyrirtækið til að falla úr úrvalsvísitölunni.

HB Grandi er eitt af þremur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Haraldur Pétursson, sérfræðingur hjá Greiningardeild KB banka, telur að HB Grandi komi aftur inn í úrvalsvísitiöluna. En þetta er í fyrsta skipti í sögu úrvalsvísitölunnar sem að sjávarútvegsfyrirtæki nær ekki þar inn. Haraldur segist hallast að því að Grandi komi aftur inn í Úrvalsvísitöluna á miðju næsta ári. Þá muni fyrirtækið uppfylla öll skilyrði til þess.

HB Grandi, ásamt Vinnslustöðinni verða áfram skráð í Kauphöllinni og eru þá einu sjávarútvegsfyrirtækin þar. Þegar best lét undir lok síðustu aldar voru voru í kringum 20 sjávarútvegsfyrirtæki skráð í Kauphöllina. Í Kauphöllinn eru núna ekki skráð nema tvö sjávarútvegsfyrirtæki. Árið 1998 voru 8 félög af 15 í úrvalsvístölunni sjávarútvegsfyrirtæki. Haraldur segir að á síðustu árum hafi sjávarútvegsfyrirtæki verið afskráð mjög hratt úr Kauphöllinni. Fyrirtækin hafi ekki verið álitin spennandi fjárfestingarkostur hér heima. Auk þess að sem að fjármálafyrirtæki hafi í raun tekið völdin á markaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×