Heilbrigð skynsemi fyrir farsímanotendur 21. nóvember 2005 19:41 Og Vodafone ætlar á næstu dögum að hefja sölu á Simply farsímum frá Vodafone Global Plc. Simply símtæki eru sérstaklega hönnuð með þarfir viðskiptavina í huga, þeirra sem vilja einföld símtæki sem einskorðast að mestu leyti við tal og SMS. Jafnframt er í boði sérstök gjaldskrá fyrir Simply notendur. Slík þjónustuleið býr yfir einu verði hvort sem hringt er í GSM eða fastlínu innan og utan kerfis. Vodafone Simply er með íslenskri valmynd en Og Vodafone lét þýða símtækið sérstaklega fyrir íslenska notendur. Simply er einungis í boði fyrir viðskiptavini Og Vodafone. Komið til móts við viðskiptavini "Fjölmargir viðskiptavinir okkar hafa áhuga á nýjustu símtækjunum sem búa yfir ýmiss konar aukabúnaði. Hins vegar er stór hópur viðskiptavina sem kýs einfaldari símtæki og hefur aðeins áhuga á því að hringja, taka á móti símtölum og sýsla með SMS. Nú hefur Og Vodafone komið með svarið fyrir slíkan hóp sem gerir þeim kleift að vera í góðu sambandi við fjölskyldu og vini með einföldum hætti," segir Gísli Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi hjá Og Vodafone. Með þarfir notanda í huga Simply hefur vakið mikla athygli þar sem Vodafone hefur kynnt símtækið til sögunnar, svo sem í Bretlandi, enda býr það yfir sérstæðri hönnun og hefur einfalt leiðakerfi. Vodafone hefur lagt mikla áherslu á þróun og hönnun símtækja sem hafa einfaldleika að leiðarljósi. Fyrirtækið hefur ennfremur haft viðskiptavini sína með í ráðum. Þeir voru meðal annars inntir eftir því hver væri inn fullkomni sími að þeirra mati. Þrír lykilhnappar Þegar búið var að greina þarfir notanda var ákveðið að hanna farsíma í samvinnu við franska farsímaframleiðandann Sagem. Tvenns konar símtæki voru framleidd í upphafi: Simply Sagem VS1 og Simply Sagem VS2. Bæði símtækin eru með stóra og læsilega skjái. Þá eru þeir með þrjá hnappa fyrir neðan skjáinn sem vísa notanda á upphafsskjá, í tengiliðalista eða í símtöl og SMS. Á hlið símtækjanna eru hnappar til þess að stilla hringistyrk, velja hringingu og til þess að opna og læsa. Sagem VS3, svonefndur samlokusími, er smærri í laginu og því einungis einn hnapp á hliðinni sem notaður er til að velja hringingu. Öll Simply símtækin eiga það hins vegar sameiginlegt að ljós kviknar um leið og notandi missir af símtali eða þegar þeim berst SMS. Með þessum hætti er hægt að láta notanda vita og leiðbeina honum í gegnum þær aðgerðir sem eru fyrir hendi. Leiðbeiningar í símtækinu Ítarlegar leiðbeiningar og ráð eru í Simply sem eiga að auðvelda notendum að læra á símtækin. Notandi getur ýtt á ráð frá upphafsskjámyndinni til þess að fá hvers kyns ráðleggingar. Hann getur einnig fundið leiðbeiningar í öðrum valmyndum hvarvetna í Símply símtækinu. Simply þjónustuleið - Eitt verð Gjaldskrá fyrir Simply er jafnframt með einföldu sniði, einungis eitt verð hvort sem hringt er í GSM eða fastlínu innan og utan kerfis. Það sama er að segja um SMS sendingar. Viðskiptavinir geta ráðið því hvort þeir velja Simply þjónustuleið eða hefðbundna gjaldskrá Og Vodafone. Þá hefur Og Vodafone sérþjálfað starfsfólk í verslunum sínum til þess að leiðbeina notendum um notkunarmöguleika símtækisins. Jafnframt geta viðskiptavinir hringt í þjónustuver Og Vodafone í síma 1414 til þess að fá frekari upplýsingar. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Og Vodafone ætlar á næstu dögum að hefja sölu á Simply farsímum frá Vodafone Global Plc. Simply símtæki eru sérstaklega hönnuð með þarfir viðskiptavina í huga, þeirra sem vilja einföld símtæki sem einskorðast að mestu leyti við tal og SMS. Jafnframt er í boði sérstök gjaldskrá fyrir Simply notendur. Slík þjónustuleið býr yfir einu verði hvort sem hringt er í GSM eða fastlínu innan og utan kerfis. Vodafone Simply er með íslenskri valmynd en Og Vodafone lét þýða símtækið sérstaklega fyrir íslenska notendur. Simply er einungis í boði fyrir viðskiptavini Og Vodafone. Komið til móts við viðskiptavini "Fjölmargir viðskiptavinir okkar hafa áhuga á nýjustu símtækjunum sem búa yfir ýmiss konar aukabúnaði. Hins vegar er stór hópur viðskiptavina sem kýs einfaldari símtæki og hefur aðeins áhuga á því að hringja, taka á móti símtölum og sýsla með SMS. Nú hefur Og Vodafone komið með svarið fyrir slíkan hóp sem gerir þeim kleift að vera í góðu sambandi við fjölskyldu og vini með einföldum hætti," segir Gísli Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi hjá Og Vodafone. Með þarfir notanda í huga Simply hefur vakið mikla athygli þar sem Vodafone hefur kynnt símtækið til sögunnar, svo sem í Bretlandi, enda býr það yfir sérstæðri hönnun og hefur einfalt leiðakerfi. Vodafone hefur lagt mikla áherslu á þróun og hönnun símtækja sem hafa einfaldleika að leiðarljósi. Fyrirtækið hefur ennfremur haft viðskiptavini sína með í ráðum. Þeir voru meðal annars inntir eftir því hver væri inn fullkomni sími að þeirra mati. Þrír lykilhnappar Þegar búið var að greina þarfir notanda var ákveðið að hanna farsíma í samvinnu við franska farsímaframleiðandann Sagem. Tvenns konar símtæki voru framleidd í upphafi: Simply Sagem VS1 og Simply Sagem VS2. Bæði símtækin eru með stóra og læsilega skjái. Þá eru þeir með þrjá hnappa fyrir neðan skjáinn sem vísa notanda á upphafsskjá, í tengiliðalista eða í símtöl og SMS. Á hlið símtækjanna eru hnappar til þess að stilla hringistyrk, velja hringingu og til þess að opna og læsa. Sagem VS3, svonefndur samlokusími, er smærri í laginu og því einungis einn hnapp á hliðinni sem notaður er til að velja hringingu. Öll Simply símtækin eiga það hins vegar sameiginlegt að ljós kviknar um leið og notandi missir af símtali eða þegar þeim berst SMS. Með þessum hætti er hægt að láta notanda vita og leiðbeina honum í gegnum þær aðgerðir sem eru fyrir hendi. Leiðbeiningar í símtækinu Ítarlegar leiðbeiningar og ráð eru í Simply sem eiga að auðvelda notendum að læra á símtækin. Notandi getur ýtt á ráð frá upphafsskjámyndinni til þess að fá hvers kyns ráðleggingar. Hann getur einnig fundið leiðbeiningar í öðrum valmyndum hvarvetna í Símply símtækinu. Simply þjónustuleið - Eitt verð Gjaldskrá fyrir Simply er jafnframt með einföldu sniði, einungis eitt verð hvort sem hringt er í GSM eða fastlínu innan og utan kerfis. Það sama er að segja um SMS sendingar. Viðskiptavinir geta ráðið því hvort þeir velja Simply þjónustuleið eða hefðbundna gjaldskrá Og Vodafone. Þá hefur Og Vodafone sérþjálfað starfsfólk í verslunum sínum til þess að leiðbeina notendum um notkunarmöguleika símtækisins. Jafnframt geta viðskiptavinir hringt í þjónustuver Og Vodafone í síma 1414 til þess að fá frekari upplýsingar.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira