Fulltrúar í forsendunefnd Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands komu saman til fundar klukkan tvo í dag til að fara yfir stöðuna í kjaramálum.
Enn er leitað grundvallar fyrir samkomulag launþega og atvinnurekenda sem komið getur í veg fyrir að kjarasamningum verði sagt upp vegna hárrar verðbólgu. Fundir hafa verið haldnir daglega í forsendunefnd að undanförnu og freista menn þess að ná samkomulagi. Hafi það ekki náðst á miðnætti á þriðjudag er allt útlit fyrir að samtök launþega segi kjarasamningunum upp.