Lækkun neysluverðsvísitölu valdi ekki straumhvörfum 11. nóvember 2005 12:30 MYND/Vilhelm Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum. Það er þó enginn afturkippur í viðræðunum og svonefnd forsendunefnd Samtaka atvinnulífsisins og ASÍ kemur saman til fundar eftir hádegi og er búist við fundahölfum alla helgina og reyndar fram á þriðjudag, en þá er frestur nefndarinnar til að ná lendingu runninn út. Eftir því sem næst verður komist er ekkert farið að ræða um krónur og aura, enn sem komið er. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar um jafn trygga lífeyrissjóði og opinberir starfsmenn hafa snúa að stjórnvöldum en annað stórt mál, sem er launatengdar atvinnuleysisbætur, snúa að vinnuveitendum. Hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru þær að fyrsta hálfa mánuðinn sem einhver verður atvinnulaus þiggi hann grundvallarbætur, sem eru 91 þúsund á mánuði, enda fá flestir nýja vinnu innan hálfs mánaðar. Reyndar er krafa um að hækka upphæðina strax í hundrað þúsund. Ef það dregst hinsvegar á langinn að maður fái nýja vinnu vill verkalýsðhreyfingin að hann fái 80 prósent af þeim launum, sem hann var á, í þrjá og hálfan mánuð, en falli að því búnu aftur niður í grundvallarbæturnar. Þó verði sett 250 þúsund króna þak á viðmiðunartöluna. Ef þetta gengi eftir þýddi það að maður, sem hafði 250 þúsund í laun, fengi 200 þúsund krónur í atvinnuleysisbætur í þrjá og hálfan mánuð í stað 91 þúsund króna á mánuði. Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, er þetta afar mikilvægt því reynslan sýni að menn þoli í afar stuttan tíma að búa við stórskert laun. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum. Það er þó enginn afturkippur í viðræðunum og svonefnd forsendunefnd Samtaka atvinnulífsisins og ASÍ kemur saman til fundar eftir hádegi og er búist við fundahölfum alla helgina og reyndar fram á þriðjudag, en þá er frestur nefndarinnar til að ná lendingu runninn út. Eftir því sem næst verður komist er ekkert farið að ræða um krónur og aura, enn sem komið er. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar um jafn trygga lífeyrissjóði og opinberir starfsmenn hafa snúa að stjórnvöldum en annað stórt mál, sem er launatengdar atvinnuleysisbætur, snúa að vinnuveitendum. Hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru þær að fyrsta hálfa mánuðinn sem einhver verður atvinnulaus þiggi hann grundvallarbætur, sem eru 91 þúsund á mánuði, enda fá flestir nýja vinnu innan hálfs mánaðar. Reyndar er krafa um að hækka upphæðina strax í hundrað þúsund. Ef það dregst hinsvegar á langinn að maður fái nýja vinnu vill verkalýsðhreyfingin að hann fái 80 prósent af þeim launum, sem hann var á, í þrjá og hálfan mánuð, en falli að því búnu aftur niður í grundvallarbæturnar. Þó verði sett 250 þúsund króna þak á viðmiðunartöluna. Ef þetta gengi eftir þýddi það að maður, sem hafði 250 þúsund í laun, fengi 200 þúsund krónur í atvinnuleysisbætur í þrjá og hálfan mánuð í stað 91 þúsund króna á mánuði. Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, er þetta afar mikilvægt því reynslan sýni að menn þoli í afar stuttan tíma að búa við stórskert laun.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira