Vinda verður ofan af íbúðalánaruglinu 3. nóvember 2005 07:00 Fyrirtækin hafa tapað á verðbólgunni en kaupmáttur almennings aukist, því væri nær að fyrirtækin segðu upp kjarasamningum en launþegar segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. MYND/Teitur Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vilji stjórnvöld slá á þensluna í íslensku efnahagslífi verði þau að vinda ofan af því sem hann kallar íbúðalánarugl. Hann segir ekkert vit í því að hækka vexti, það murki einfaldlega lífið úr útflutningsfyrirtækjum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það nái engri átt ef samtök launþega segja upp kjarasamningum vegna hárrar verðbólgu. Hann segir að kaupmáttur almennings hafi batnað þrátt fyrir verðbólgu og því sé ekki ástæða fyrir launþega að segja samningum upp. Annað sé að segja um atvinnurekendur sem hafi orðið fyrir miklum áföllum og geti ekki tekið á sig meiri fjárútlát. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er á annari skoðun. "Eins og staðan er í dag í viðræðum okkar við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina er augljóst að óbreyttu að það mun reyna á uppsagnarákvæði kjarasamninga," sagði Grétar í fréttum okkar í gær. Þessu er Ari alfarið ósammála. Hann segir frekari launahækkanir ekki verða sóttar til fyrirtækjanna og að þær myndu hafa mikil neikvæð áhrif á efnahagslífið ef af þeim yrði. "Seðlabankinn hefur nánast lýst því yfir að einhver slík verðbólgutilefni, sem til dæmis væru frekari launahækkanir, myndu umsvifalaust leiða til frekari vaxtahækkana af hans hálfu. Menn sjá alveg að það væri dauðadómur yfir þau fyrirtæki á Íslandi sem eru í samkeppni við erlenda atvinnustarfsemi." Ari segir mikilvægast að ná niður verðbólgunni, sem sé að stærstum hluta tilkomin vegna þenslu á húsnæðismarkaði. Þar beri ríkisvaldið höfuðábyrgð vegna útlánastefnu Íbúðalánasjóðs. Þessa ábyrgð verði stjórnvöld að axla vilji þau tryggja ró á vinnumarkaði. "Ef stjórnvöld vilja gera eitthvað raunhæft til að draga úr þeirri verðbólgu sem hér er þá snúa þau sér að því að vinda ofan af því rugli sem hefur verið komið á í íbúðalánunum," segir Ari Edwald. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vilji stjórnvöld slá á þensluna í íslensku efnahagslífi verði þau að vinda ofan af því sem hann kallar íbúðalánarugl. Hann segir ekkert vit í því að hækka vexti, það murki einfaldlega lífið úr útflutningsfyrirtækjum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það nái engri átt ef samtök launþega segja upp kjarasamningum vegna hárrar verðbólgu. Hann segir að kaupmáttur almennings hafi batnað þrátt fyrir verðbólgu og því sé ekki ástæða fyrir launþega að segja samningum upp. Annað sé að segja um atvinnurekendur sem hafi orðið fyrir miklum áföllum og geti ekki tekið á sig meiri fjárútlát. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er á annari skoðun. "Eins og staðan er í dag í viðræðum okkar við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina er augljóst að óbreyttu að það mun reyna á uppsagnarákvæði kjarasamninga," sagði Grétar í fréttum okkar í gær. Þessu er Ari alfarið ósammála. Hann segir frekari launahækkanir ekki verða sóttar til fyrirtækjanna og að þær myndu hafa mikil neikvæð áhrif á efnahagslífið ef af þeim yrði. "Seðlabankinn hefur nánast lýst því yfir að einhver slík verðbólgutilefni, sem til dæmis væru frekari launahækkanir, myndu umsvifalaust leiða til frekari vaxtahækkana af hans hálfu. Menn sjá alveg að það væri dauðadómur yfir þau fyrirtæki á Íslandi sem eru í samkeppni við erlenda atvinnustarfsemi." Ari segir mikilvægast að ná niður verðbólgunni, sem sé að stærstum hluta tilkomin vegna þenslu á húsnæðismarkaði. Þar beri ríkisvaldið höfuðábyrgð vegna útlánastefnu Íbúðalánasjóðs. Þessa ábyrgð verði stjórnvöld að axla vilji þau tryggja ró á vinnumarkaði. "Ef stjórnvöld vilja gera eitthvað raunhæft til að draga úr þeirri verðbólgu sem hér er þá snúa þau sér að því að vinda ofan af því rugli sem hefur verið komið á í íbúðalánunum," segir Ari Edwald.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira