Avion næstframsæknast í Evrópu 15. október 2005 00:01 Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann. Listinn sem um ræðir hefur verið tekinn saman undanfarin tíu ár en að honum standa samtökin Europe´s Entrepreneurs for Growth sem hefur aðstetur í Brussel. Við röðun á listann er horft til þess hversu mikill vöxtur fyrirtækja hafi verið á síðustu þremur árum og var Avion Group valið úr hópi þúsunda fyrirtækja frá 18 Evrópulöndum sem uppfyltu ströng skilyrði um stöðugan vöxt. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á listanum auk ýmissa verðlauna í undirflokkum. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir verðlaunin hafa mikla þýðingu. Þetta sé ákveðin viðurkenning sem sýni að fyrirtækið sé á réttri braut og að eftir því sé tekið annars staðar. Það sé alltaf mjög ánægjulegt fyrir þá sem að þessum hlutum starfa, bæði hann og samstarfsmenn hans hjá fyrirtækinu. Aðspurður hvort hann telji að Avion Group geti nýtt verðlaunin á einhvern hátt í sínum viðskiptum eða útrás segir Magnús að þessar fréttir berist víða og verðlaunin veiti aukna viðurkenningu á því að Avion sé orðið stórt og virt fyrirtæki í sínum geira. Þetta efli fyrirækið heilmikið og krafturinn, sem hafi verið mikill fyrir, minnki ekki við þetta. Avion Group er fyrsta íslenska fyrirtækið sem nær svo ofarlega á listanum sem nefndur er Europe's 500, en auk þess eru sex önnur íslensk fyrirtæki á listanum. Það eru Actavis Group sem er í 23. sæti, Kögun í 80. sæti, Creditinfo Group í 103. sæti, Opin Kerfi Group í 136. sæti, Tölvumyndir í 179. sæti og Össur í 185. sæti. Verðlaunin verða veitt formlega þann 19. nóvember í Barcelona og meðal heiðursgesta á verðalaunaafhendingunni verða Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Josep Borrell, forseti Evrópuþingsins. Avion Group hóf starfsemi í upphafi árs og starfa hátt í 5.000 manns hjá félaginu á 85 starfsstöðvum um allan heim. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann. Listinn sem um ræðir hefur verið tekinn saman undanfarin tíu ár en að honum standa samtökin Europe´s Entrepreneurs for Growth sem hefur aðstetur í Brussel. Við röðun á listann er horft til þess hversu mikill vöxtur fyrirtækja hafi verið á síðustu þremur árum og var Avion Group valið úr hópi þúsunda fyrirtækja frá 18 Evrópulöndum sem uppfyltu ströng skilyrði um stöðugan vöxt. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á listanum auk ýmissa verðlauna í undirflokkum. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir verðlaunin hafa mikla þýðingu. Þetta sé ákveðin viðurkenning sem sýni að fyrirtækið sé á réttri braut og að eftir því sé tekið annars staðar. Það sé alltaf mjög ánægjulegt fyrir þá sem að þessum hlutum starfa, bæði hann og samstarfsmenn hans hjá fyrirtækinu. Aðspurður hvort hann telji að Avion Group geti nýtt verðlaunin á einhvern hátt í sínum viðskiptum eða útrás segir Magnús að þessar fréttir berist víða og verðlaunin veiti aukna viðurkenningu á því að Avion sé orðið stórt og virt fyrirtæki í sínum geira. Þetta efli fyrirækið heilmikið og krafturinn, sem hafi verið mikill fyrir, minnki ekki við þetta. Avion Group er fyrsta íslenska fyrirtækið sem nær svo ofarlega á listanum sem nefndur er Europe's 500, en auk þess eru sex önnur íslensk fyrirtæki á listanum. Það eru Actavis Group sem er í 23. sæti, Kögun í 80. sæti, Creditinfo Group í 103. sæti, Opin Kerfi Group í 136. sæti, Tölvumyndir í 179. sæti og Össur í 185. sæti. Verðlaunin verða veitt formlega þann 19. nóvember í Barcelona og meðal heiðursgesta á verðalaunaafhendingunni verða Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Josep Borrell, forseti Evrópuþingsins. Avion Group hóf starfsemi í upphafi árs og starfa hátt í 5.000 manns hjá félaginu á 85 starfsstöðvum um allan heim.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira