Viðskipti innlent

33 milljarða lækkun frá í morgun

Markaðsvirði fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er þrjátíu og þremur milljörðum króna lægra nú en þegar markaðir opnuðu í morgun. Þar af hefur Landsbankinn einn lækkað um nær tíu milljarða. Úrvalsvísitalan stóð í tæpum 4.500 stigum laust fyrir þrjú og var þá 2,5% lægri en í morgun. Atli B. Guðmundsson hjá greiningu Íslandsbanka segir þetta eðlilega leiðréttingu sem menn hafi átt von á eftir miklar og óvenju hraðar hækkanir á úrvalsvísitölunni síðustu vikur. Hann segir að nýjar tölur um verðbólgu og hagvöxt, auk umræðu um mikinn hita í hagkerfinu, kunni að hafa þrýst á lækkanir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×