Sport

Addo hreifst af Herði og Guðmundi

Otto Addo, leikmanni Mainz í Þýskalandi þótti erfitt að leika í nepjunni á Laugardalsvelli í gærkvöldi í 2-0 sigri liðsins á Keflvíkingum, en þótti íslenska liðið standa sig vel og hvað þá Guðmund Steinarsson og Hörð Sveinsson hafa verið erfiða andstæðinga. "Okkur datt ekki í hug að vanmeta lið Keflavíkur, enda voru þeir gríðarlega seigir í fyrri leiknum heima," sagði Addo, sem er upprunalega Ganamaður en er með þýskt ríkisfang. "Það eru nú flest liðin í keppninni á þessu stigi nokkuð frambærileg og þó við höfum að mínu mati ráðið ferðinni í þessum leikjum, er ekkert gefið í þessu. Við stilltum upp nokkuð sterku liði hérna, því við vissum í rauninni ekkert hvernig aðstæðum mætti búast við á Íslandi. Við erum sáttir við þennan sigur og nú bíður bara erfiður leikur í Bundesligunni um helgina," sagði Addo sem aðspurður sagðist hafa hrifist nokkuð af leik þeirra Harðar Sveinssonar og Guðmundar Steinarssonar. "Þeir eru hörkuduglegir leikmenn og fílhraustir, þannig að við áttum í raun fullt í fang með að halda aftur af þeim. Annars er Keflavík bara með hörkulið, svo að við erum vel sáttir við að vinna með sömu markatölu hér og við gerðum heima í Þýskalandi," sagði Addo að lokum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×