Viðskipti innlent

Friðrik keypti 52% í Tölvumyndum

Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Burðaráss, hefur keypt 52 prósenta hlut í Tölvumyndum, 41 prósent af Burðarási og 11 prósent af dótturfélagi Straums. Burðarási verður skipt milli Straums og Landsbankans. Friðrik vildi ekki staðfesta þessar upplýsingar þegar Stöð 2 sagði fréttina í gær en staðfestir þær hins vegar í dag. Tölvumyndir er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki sem starfar í tólf löndum og þjónar rúmlega 1500 viðskiptavinum í 20 löndum. Starfsmenn eru um 400 og velta félagsins er um fjórir milljarðar króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×