Innlent

PFS vill skýringar á viðgerðartöf

Póst- og fjarskiptastofnun hefur ritað forsvarsmönnum Farice sæstrengsins bréf þar sem óskað er eftir skýringum á óhóflegu rofi á þjónustunni fyrir um hálfum mánuði síðan. Bilun varð í strengnum við Skotland og lá því gagnastreymi um strenginn niðri í um 70 klukkustundir. Á meðan urðu nokkrar tafir á internetumferð til og frá landinu því notast þurfti við varaleiðir um Cantat-3 sæstrenginn og um gervihnött. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunarinnar, bjóst við að funda með forsvarsmönnum Farice í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×