VG ræða framboðsmál í Reykjavík

Félagsmenn Vinstri grænna í Reykjavík ætla í kvöld að fjalla um framboðsmál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar en sem kunnugt er eru Vinstri grænir hluti R-listans. Líklegt er talið að Vinstri grænir muni velja frambjóðendur sína með innanflokksprófkjöri en ekki í opnu prófkjöri allra flokkanna eins og hugmyndir hafa heyrst um í Samfylkingunni.