100 ár frá því að fyrsta loftskeytið barst hingað til lands 26. júní 2005 00:01 Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði). Þessara tímamóta var minnst við Höfða í dag þegar afhjúpaður var minnisvarði um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðann. Við athöfnina flutti Örn Orrason framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Og Vodafone ávarp. Þá fjallaði Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi. Oddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarðann. Loks brá Gunnar Hansson, leikari, sér í gervi loftskeytamanns frá upphafi 20. aldar og las upp fyrstu skeytin sem hingað bárust. Loftskeytasendingar á vegum Marconi félagsins hingað til lands vöktu mikla athygli meðal bæjarbúa Reykjavíkur og víðar. Fréttum sem bárust með þessari tækni var dreift í fregnmiða frá blöðunum Ísafold og Fjallkonunni. "Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp víðsvegar um bæinn. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum allt Ísland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu."(Ísafold 1. júlí 1905)Hinn sögulegasti atburður Þá segir að fólk hafi streymt í afgreiðslu blaðanna allan daginn til þess að fá fregnmiðana í hendur. "Allir fundu að hér hafði gerst hinn sögulegasti atburður sem dæmi eru til á þessu landi í margar aldir. Landið komið loks í það sem kalla mætti lífrænt samband við umheiminn. Hólmanum var allt í einu kippt fast að hlið að heimsins höfuðbóli, hinni frægustu byggð og blómlegustu á öllum hnettinum."(Ísafold 1. júlí 1905) Loftskeytastöðin var rekin með góðum árangri fram til haustsins 1906 en þá höfðu íslensk stjórnvöld gert samning um ritsíma við Stóra norræna ritsímafélagið í Kaupmannhöfn. Þá var loftskeytastöðinni gert að hætta starfsemi. Umboðsmaður Marconi félagsins hér á landi á þessum tíma var Einar Benediktsson. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1998 sem samkeppni í fjarskiptaþjónustu varð að veruleika hér á landi þegar farsímafélagið Tal (síðar Og Vodafone) hóf formlega starfsemi.Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, fjallaði um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi.MYND/VísirOddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarða um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðannMYND/Vísir Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði). Þessara tímamóta var minnst við Höfða í dag þegar afhjúpaður var minnisvarði um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðann. Við athöfnina flutti Örn Orrason framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Og Vodafone ávarp. Þá fjallaði Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi. Oddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarðann. Loks brá Gunnar Hansson, leikari, sér í gervi loftskeytamanns frá upphafi 20. aldar og las upp fyrstu skeytin sem hingað bárust. Loftskeytasendingar á vegum Marconi félagsins hingað til lands vöktu mikla athygli meðal bæjarbúa Reykjavíkur og víðar. Fréttum sem bárust með þessari tækni var dreift í fregnmiða frá blöðunum Ísafold og Fjallkonunni. "Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp víðsvegar um bæinn. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum allt Ísland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu."(Ísafold 1. júlí 1905)Hinn sögulegasti atburður Þá segir að fólk hafi streymt í afgreiðslu blaðanna allan daginn til þess að fá fregnmiðana í hendur. "Allir fundu að hér hafði gerst hinn sögulegasti atburður sem dæmi eru til á þessu landi í margar aldir. Landið komið loks í það sem kalla mætti lífrænt samband við umheiminn. Hólmanum var allt í einu kippt fast að hlið að heimsins höfuðbóli, hinni frægustu byggð og blómlegustu á öllum hnettinum."(Ísafold 1. júlí 1905) Loftskeytastöðin var rekin með góðum árangri fram til haustsins 1906 en þá höfðu íslensk stjórnvöld gert samning um ritsíma við Stóra norræna ritsímafélagið í Kaupmannhöfn. Þá var loftskeytastöðinni gert að hætta starfsemi. Umboðsmaður Marconi félagsins hér á landi á þessum tíma var Einar Benediktsson. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1998 sem samkeppni í fjarskiptaþjónustu varð að veruleika hér á landi þegar farsímafélagið Tal (síðar Og Vodafone) hóf formlega starfsemi.Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, fjallaði um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi.MYND/VísirOddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarða um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðannMYND/Vísir
Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira