Einvígi við heimsmeistarann? 26. maí 2005 00:01 Vonir standa til að Bobby Fischer og núverandi heimsmeistari í skák heyi einvígi. Verði af því fer einvígið fram á Íslandi og Fischer teflir þá að sjálfsögðu sem Íslendingur. Einar S. Einarsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands og einn þeirra sem vann að lausn Fischers úr japönsku fangelsi, er bjartsýnn á að af einvíginu verði. Hann býst við að línur skýrist strax í dag. Boris Spasskí, sem tapaði heimsmeistaratitli sínum til Fischers á Íslandi árið 1972, kom óvænt til landsins í gær til að ræða við Fischer um þetta. Með honum í för var rússneski auðkýfingurinn Alex Titomirov og Joel Lautier, formaður Alþjóðasambands skákmanna. Til stóð að þremeningarnir færu af landi brott í dag en Spasskí og Titomirov frestuðu heimför eftir fund með Fischer í gærkvöldi. Einar segir að ef af einvíginu verður sé ljóst að verðlaunafé verður mjög hátt. Þá á eftir að ákveða við hvern teflt verður því í dag eru þrír menn sem telja sig geta státað af heimsmeistaratitli. Þeir sem koma til greina eru Kasparov, Katsjemanov og Kamnik sem sigraði Kasparov á sínum tíma. Einvígið færi fram á Íslandi og þar sem Fischer er orðinn Íslendingur tefldi hann sem slíkur. Annað sem eftir á að ákveða er fyrirkomulagið en Fischer hefur sagt að hann telji núverandi fyrirkomulag dautt og aðeins henta gömlu fólki, börnum og áhugamönnum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Vonir standa til að Bobby Fischer og núverandi heimsmeistari í skák heyi einvígi. Verði af því fer einvígið fram á Íslandi og Fischer teflir þá að sjálfsögðu sem Íslendingur. Einar S. Einarsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands og einn þeirra sem vann að lausn Fischers úr japönsku fangelsi, er bjartsýnn á að af einvíginu verði. Hann býst við að línur skýrist strax í dag. Boris Spasskí, sem tapaði heimsmeistaratitli sínum til Fischers á Íslandi árið 1972, kom óvænt til landsins í gær til að ræða við Fischer um þetta. Með honum í för var rússneski auðkýfingurinn Alex Titomirov og Joel Lautier, formaður Alþjóðasambands skákmanna. Til stóð að þremeningarnir færu af landi brott í dag en Spasskí og Titomirov frestuðu heimför eftir fund með Fischer í gærkvöldi. Einar segir að ef af einvíginu verður sé ljóst að verðlaunafé verður mjög hátt. Þá á eftir að ákveða við hvern teflt verður því í dag eru þrír menn sem telja sig geta státað af heimsmeistaratitli. Þeir sem koma til greina eru Kasparov, Katsjemanov og Kamnik sem sigraði Kasparov á sínum tíma. Einvígið færi fram á Íslandi og þar sem Fischer er orðinn Íslendingur tefldi hann sem slíkur. Annað sem eftir á að ákveða er fyrirkomulagið en Fischer hefur sagt að hann telji núverandi fyrirkomulag dautt og aðeins henta gömlu fólki, börnum og áhugamönnum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira