Trommari með Texas-hatt 19. maí 2005 00:01 "Þessa dagana held ég mest upp á tvær samstæðar flíkur sem ég nota mikið. Það er annars vegar brúnn flauelsjakki frá Batistini og hins vegar forláta hattur sem ég keypti í Austin í Texas og smellpassar við jakkann," segir Jón Geir aðspurður um sína uppáhaldsflík. Jón Geir vinnur í Dressmann í Kringlunni og kaupir mikið af sínum fötum þar. Jakkinn góði er þaðan en hatturinn fannst þegar Jón Geir var á tónleikaferðalagi í Texas. "Þetta er gamaldags herrahattur úr brúnu flaueli sem minnir einna helst á tískuna á fjórða og fimmta áratugnum. Ég ætlaði upprunalega að kaupa mér ekta kúrekahatt og hélt að það yrði auðvelt að finna einn slíkan í Austin. Borgin reyndist hins vegar vera minni kúrekabær en ég bjóst við og þótt undarlegt megi virðast fann ég engan kúrekahatt. En ég er mjög ánægður með hattinn sem ég keypti og nota hann mikið." Jón Geir spilar með hljómsveitinni Hraun, sem heldur tónleika í kvöld á Café Rósenberg. Þar verða leikin lög af tveimur plötum hljómsveitarinnar, "Partýplötunni Partý" sem kemur út í dag og "I can´t believe it´s not happiness" sem er væntanleg seinna í sumar. "Þetta eru frekar ólíkar plötur og við ætlum að leyfa fólki að heyra lög af þeim báðum," segir Jón Geir, sem lofar góðum tónleikum strax og útsendingu frá Evrópusöngvakeppninni lýkur í kvöld. Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Þessa dagana held ég mest upp á tvær samstæðar flíkur sem ég nota mikið. Það er annars vegar brúnn flauelsjakki frá Batistini og hins vegar forláta hattur sem ég keypti í Austin í Texas og smellpassar við jakkann," segir Jón Geir aðspurður um sína uppáhaldsflík. Jón Geir vinnur í Dressmann í Kringlunni og kaupir mikið af sínum fötum þar. Jakkinn góði er þaðan en hatturinn fannst þegar Jón Geir var á tónleikaferðalagi í Texas. "Þetta er gamaldags herrahattur úr brúnu flaueli sem minnir einna helst á tískuna á fjórða og fimmta áratugnum. Ég ætlaði upprunalega að kaupa mér ekta kúrekahatt og hélt að það yrði auðvelt að finna einn slíkan í Austin. Borgin reyndist hins vegar vera minni kúrekabær en ég bjóst við og þótt undarlegt megi virðast fann ég engan kúrekahatt. En ég er mjög ánægður með hattinn sem ég keypti og nota hann mikið." Jón Geir spilar með hljómsveitinni Hraun, sem heldur tónleika í kvöld á Café Rósenberg. Þar verða leikin lög af tveimur plötum hljómsveitarinnar, "Partýplötunni Partý" sem kemur út í dag og "I can´t believe it´s not happiness" sem er væntanleg seinna í sumar. "Þetta eru frekar ólíkar plötur og við ætlum að leyfa fólki að heyra lög af þeim báðum," segir Jón Geir, sem lofar góðum tónleikum strax og útsendingu frá Evrópusöngvakeppninni lýkur í kvöld.
Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira