Keyrir ferðamenn um Suður-Ameríku 19. maí 2005 00:01 "Þetta er svo hrikalega gaman og er hinn fullkomni lífsstíll ef maður hefur gaman af því að ferðast," segir Svava Ástudóttir, sem mun fljótlega taka við sinni fyrstu ferð sem hópstjóri á stórum trukk sem keyrir um Suður-Ameríku fyrir fyrirtækið Dragoman. "Ég fór sjálf í svona ferð um Tyrkland, Sýrland og Jórdaníu og það varð til þess að ég sótti um starf," segir Svava. "Áður en maður hefur störf er níu mánaða þjálfun þar sem nemendur læra meðal annars bifvélavirkjun, enda verða leiðsögumenn að geta gert við bílinn hvar og hvenær sem eitthvað kemur upp á. Auk þess þarf maður að fara eina ferð til að læra rúntinn. Maður þarf að vera við öllu búinn og geta tekist á við aðstæður hverju sinni," segir Svava, sem einnig þurfti að ná sér í meirapróf og próf í skyndihjálp. Bíllinn sem hún keyrir rúmar vel um 25 manns auk þess sem hann geymir hluti sem þarf til ferðalagins. "Við erum meira að segja með ísskáp í bílnum og matar- og vatnsbirgðir sem duga í 2-3 vikur ef eitthvað kemur upp á," segir Svava. Auk hennar er bílstjóri í bílnum en hún er sú sem leiðir hópinn þó hún sjái einnig um að keyra. "Við skiptumst á að keyra en ég leiði hópinn," segir Svava. Á ferðalaginu er gist á hótelum eða tjaldstæðum eða bara tjaldað úti í náttúrunni eða sofið á ströndinni. Bílstjórinn og hópstjórinn gista hins vegar yfirleitt uppi á bílnum. Áður en hún fór á vit ævintýranna starfaði hún sem stílisti við verslunina ISIS í Smáralindinni og segist hún ekki hafa nein plön um framtíðina að ævintýrinu loknu. "Ég geri ráð fyrir að vera í þessu næstu 4-5 árin og vonandi fæ ég að fara til Kína og Afríku," segir Svava. "Þetta er auðvitað ekki fyrir hvern sem er. Bíllinn er heimili manns og maður er í mjög nánu sambandi við samstarfsmann sinn og því getur þetta reynst erfiðara en hjónaband þar sem maður hefur ekkert prívat. En það er séð til þess að fólk vinni ekki saman lengur en í nokkrar vikur og svo er skipt," segir Svava og bætir við að góð stemmning myndist alltaf í hópnum á ferðalaginu og öllum líði vel. Hún segir þessar ferðir alls ekki vera neinar venjulegar skoðunarferðir heldur sé bíllinn aðeins fararskjótinn. "Ferðirnar miðast við að fleygja manni í miðja menninguna og þær snúast ekki bara um að keyra heldur að kynnast menningu, landi og þjóð," segir Svava. Hún segir að fyrirtækið Dragoman sé á nokkrum stöðum með verkefni þar sem fólk láti gott af sér leiða og aðstoði jafnvel við kennslu í bekkjum í Afríku eða hjálpi til við að útbúa vatnsbrunna, auk þess sem boðið sé upp á sérstakar fjölskylduferðir. "Ég á ekki orð til að lýsa því hvað þetta er meiriháttar, eftir að maður fer í svona ferð kemur maður ekki sama manneskja til baka," segir Svava. Upplýsingar um ferðirnar er að finna á vefsíðunni Dragoman.com eða hjá Stúdentaferðum á Exit.is Ferðalög Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
"Þetta er svo hrikalega gaman og er hinn fullkomni lífsstíll ef maður hefur gaman af því að ferðast," segir Svava Ástudóttir, sem mun fljótlega taka við sinni fyrstu ferð sem hópstjóri á stórum trukk sem keyrir um Suður-Ameríku fyrir fyrirtækið Dragoman. "Ég fór sjálf í svona ferð um Tyrkland, Sýrland og Jórdaníu og það varð til þess að ég sótti um starf," segir Svava. "Áður en maður hefur störf er níu mánaða þjálfun þar sem nemendur læra meðal annars bifvélavirkjun, enda verða leiðsögumenn að geta gert við bílinn hvar og hvenær sem eitthvað kemur upp á. Auk þess þarf maður að fara eina ferð til að læra rúntinn. Maður þarf að vera við öllu búinn og geta tekist á við aðstæður hverju sinni," segir Svava, sem einnig þurfti að ná sér í meirapróf og próf í skyndihjálp. Bíllinn sem hún keyrir rúmar vel um 25 manns auk þess sem hann geymir hluti sem þarf til ferðalagins. "Við erum meira að segja með ísskáp í bílnum og matar- og vatnsbirgðir sem duga í 2-3 vikur ef eitthvað kemur upp á," segir Svava. Auk hennar er bílstjóri í bílnum en hún er sú sem leiðir hópinn þó hún sjái einnig um að keyra. "Við skiptumst á að keyra en ég leiði hópinn," segir Svava. Á ferðalaginu er gist á hótelum eða tjaldstæðum eða bara tjaldað úti í náttúrunni eða sofið á ströndinni. Bílstjórinn og hópstjórinn gista hins vegar yfirleitt uppi á bílnum. Áður en hún fór á vit ævintýranna starfaði hún sem stílisti við verslunina ISIS í Smáralindinni og segist hún ekki hafa nein plön um framtíðina að ævintýrinu loknu. "Ég geri ráð fyrir að vera í þessu næstu 4-5 árin og vonandi fæ ég að fara til Kína og Afríku," segir Svava. "Þetta er auðvitað ekki fyrir hvern sem er. Bíllinn er heimili manns og maður er í mjög nánu sambandi við samstarfsmann sinn og því getur þetta reynst erfiðara en hjónaband þar sem maður hefur ekkert prívat. En það er séð til þess að fólk vinni ekki saman lengur en í nokkrar vikur og svo er skipt," segir Svava og bætir við að góð stemmning myndist alltaf í hópnum á ferðalaginu og öllum líði vel. Hún segir þessar ferðir alls ekki vera neinar venjulegar skoðunarferðir heldur sé bíllinn aðeins fararskjótinn. "Ferðirnar miðast við að fleygja manni í miðja menninguna og þær snúast ekki bara um að keyra heldur að kynnast menningu, landi og þjóð," segir Svava. Hún segir að fyrirtækið Dragoman sé á nokkrum stöðum með verkefni þar sem fólk láti gott af sér leiða og aðstoði jafnvel við kennslu í bekkjum í Afríku eða hjálpi til við að útbúa vatnsbrunna, auk þess sem boðið sé upp á sérstakar fjölskylduferðir. "Ég á ekki orð til að lýsa því hvað þetta er meiriháttar, eftir að maður fer í svona ferð kemur maður ekki sama manneskja til baka," segir Svava. Upplýsingar um ferðirnar er að finna á vefsíðunni Dragoman.com eða hjá Stúdentaferðum á Exit.is
Ferðalög Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira