Viðskipti erlent

Efnahagur Kína á fleygiferð

Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur á undanförnum dögum gert samninga við kínversk fyrirtæki enda er efnahagur Kína á fleygiferð. Það er þó ekki hlaupið að því að hefja viðskipti þar í landi. Á áttunda áratugnum er talað um að kínversk meðalfjölskylda hafi getað vænst þess að eignast hjól, úr og útvarp. Á níunda áratugnum varð þessi óformlega heimilistækjavísitala komin í þvottvél, sjónvarp og ísskáp en í dag geta kínversk borgarungmenni búist við svipuðum og jafnaldrar þeirra í Japan og Hong Kong. Vestræn menning er að ryðja sér til rúms í Kína eins og annars staðar í heiminum. Í Kína vilja íslensk fyrirtæki reyna fyrir sér enda eru 1,3 milljarðar mögulegra viðskiptavina þar. Þó er ekki auðvelt að stunda þar farsæl viðskipti. Til að mynda þarf leyfi stjórnvalda fyrir stórsamningum við ríkisfyrirtæki, treysta þarf á tengslanet sem miserfitt er að komast inn í og stundum að glíma við spillingu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×