Vanbúnum jöklaförum er voðinn vís 18. maí 2005 00:01 Hjörleifur er einn af eigendum fyrirtækisins Íslenskir fjallaleiðsögumenn og hefur fylgt fólki upp á Hvannadalshnúk síðustu 10 árin, nú síðast um hvítasunnuhelgina. Hann hefur áhyggjur af göngufólki sem leggur vanbúið upp á jökulinn á eigin spýtur og hyggst nýta sér slóð atvinnuleiðsögumanna, án þess að vera með þeim í hópi. Þannig fólk verður hann oft var við, til dæmis um síðustu helgi. "Þarna voru að minnsta kosti þrír einstaklingar utan við leiðsögn. Tveir voru saman en höfðu ekki línu á milli sín og sá þriðji var aleinn og hafði hvorki brodda né annan nauðsynlegan útbúnað," segir hann og telur þessa menn einungis heppna að hafa sloppið við hremmingar. Hann segir alltaf varasamar sprungur á leiðinni upp á Hvannadalshnúk, jafnvel yfir hundrað metra djúpar. "Seinni part dagsins geta snjóbrýr yfir slíkar sprungur hafa veikst mikið frá því um morguninn þegar heitt er í veðri. Ef menn eru ekki með línur eru menn í stórhættu en halda að allt sé í lagi," lýsir hann. Hjörleifur óttast að hann og aðrir leiðsögumenn á hnjúkinn geti fyrr eða síðar lent í meiriháttar björgunaraðgerðum. "Þetta svæði verður æ vinsælla og er orðið þekkt sem aflraun. Þá er fullt af fólki á fjallinu sem er í ágætis formi en hefur engan áhuga á fjallamennsku og enga kunnáttu á því sviði heldur vill skella sér upp af því það er svo sérstök upplifun" Hjörleifur tekur skýrt fram að þeir sem voru í skipulögðum ferðum á hnjúkinn um hvítasunnuhelgina á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Einars Sigurðssonar á Hofsnesi voru að sjálfsögðu með útbúnað og öryggisatriði í lagi. Ferðalög Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Hjörleifur er einn af eigendum fyrirtækisins Íslenskir fjallaleiðsögumenn og hefur fylgt fólki upp á Hvannadalshnúk síðustu 10 árin, nú síðast um hvítasunnuhelgina. Hann hefur áhyggjur af göngufólki sem leggur vanbúið upp á jökulinn á eigin spýtur og hyggst nýta sér slóð atvinnuleiðsögumanna, án þess að vera með þeim í hópi. Þannig fólk verður hann oft var við, til dæmis um síðustu helgi. "Þarna voru að minnsta kosti þrír einstaklingar utan við leiðsögn. Tveir voru saman en höfðu ekki línu á milli sín og sá þriðji var aleinn og hafði hvorki brodda né annan nauðsynlegan útbúnað," segir hann og telur þessa menn einungis heppna að hafa sloppið við hremmingar. Hann segir alltaf varasamar sprungur á leiðinni upp á Hvannadalshnúk, jafnvel yfir hundrað metra djúpar. "Seinni part dagsins geta snjóbrýr yfir slíkar sprungur hafa veikst mikið frá því um morguninn þegar heitt er í veðri. Ef menn eru ekki með línur eru menn í stórhættu en halda að allt sé í lagi," lýsir hann. Hjörleifur óttast að hann og aðrir leiðsögumenn á hnjúkinn geti fyrr eða síðar lent í meiriháttar björgunaraðgerðum. "Þetta svæði verður æ vinsælla og er orðið þekkt sem aflraun. Þá er fullt af fólki á fjallinu sem er í ágætis formi en hefur engan áhuga á fjallamennsku og enga kunnáttu á því sviði heldur vill skella sér upp af því það er svo sérstök upplifun" Hjörleifur tekur skýrt fram að þeir sem voru í skipulögðum ferðum á hnjúkinn um hvítasunnuhelgina á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Einars Sigurðssonar á Hofsnesi voru að sjálfsögðu með útbúnað og öryggisatriði í lagi.
Ferðalög Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira