Lögin í endurskoðun 23. apríl 2005 00:01 Þingmenn Framsóknarflokksins vissu ekki betur en að lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra væru til endurskoðunar, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður, en Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann sæi enga ástæðu til að breyta lögunum. Forsaga málsins er sú að í janúar síðastliðnum kom í ljós að sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaunagreiðslur í fyrra, þrátt fyrir að vera á fullum launum í öðrum störfum hjá ríkinu, sem sendiherrar eða forstjórar. Ný lög um eftirlaun tóku gildi um þarsíðustu áramót sem rýmkuðu rétt manna til að fara á eftirlaun og voru helstu rökin þau að þannig mætti ef til vill draga úr sókn gamalla ráðherra í embætti. Ákvæðið sem gerir fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum kleift að fá eftirlaun á meðan þeir eru í fullu starfi hjá ríkinu var þó ekki sett í lög þá, heldur hefur það verið til staðar frá því fyrstu lög þessa efnis voru sett árið 1965. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í janúar að menn hefðu ekki séð þessa þróun fyrir og boðaði breytingar á lögunum til þess að koma í veg fyrir að menn geti verið á tvöföldum launum hjá ríkinu. Nú virðist hins vegar komið babb í bátinn; Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær enga ástæðu sjá til að breyta lögunum. Það kemur framsóknarmönnum á óvart, svo ekki sé meira sagt. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að allir flokkar hafi staðið á bak við þá breytingu sem gerð hafi verið. „Ég hygg að það standi ennþá. Við stöndum alla vega á bak við okkar formann í þessu,“ segir Hjálmar. Hjálmar segir málið verða rætt í þingflokknum á mánudag en hann er þess fullviss að samstaða muni nást um breytingarnar milli stjórnarflokkanna. Hann útilokar því ekki að málið komist í gegn fyrir þingslit. Annað eins hafi gerst. Ef það verði þverpólitísk samstaða, eins og var þegar forsætisráðherra gaf yfirlýsinguna, þá hafi þingheimur sýnt að hann geti verið ansi röggsamur í að afgreiða mál. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins vissu ekki betur en að lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra væru til endurskoðunar, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður, en Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann sæi enga ástæðu til að breyta lögunum. Forsaga málsins er sú að í janúar síðastliðnum kom í ljós að sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaunagreiðslur í fyrra, þrátt fyrir að vera á fullum launum í öðrum störfum hjá ríkinu, sem sendiherrar eða forstjórar. Ný lög um eftirlaun tóku gildi um þarsíðustu áramót sem rýmkuðu rétt manna til að fara á eftirlaun og voru helstu rökin þau að þannig mætti ef til vill draga úr sókn gamalla ráðherra í embætti. Ákvæðið sem gerir fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum kleift að fá eftirlaun á meðan þeir eru í fullu starfi hjá ríkinu var þó ekki sett í lög þá, heldur hefur það verið til staðar frá því fyrstu lög þessa efnis voru sett árið 1965. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í janúar að menn hefðu ekki séð þessa þróun fyrir og boðaði breytingar á lögunum til þess að koma í veg fyrir að menn geti verið á tvöföldum launum hjá ríkinu. Nú virðist hins vegar komið babb í bátinn; Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær enga ástæðu sjá til að breyta lögunum. Það kemur framsóknarmönnum á óvart, svo ekki sé meira sagt. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að allir flokkar hafi staðið á bak við þá breytingu sem gerð hafi verið. „Ég hygg að það standi ennþá. Við stöndum alla vega á bak við okkar formann í þessu,“ segir Hjálmar. Hjálmar segir málið verða rætt í þingflokknum á mánudag en hann er þess fullviss að samstaða muni nást um breytingarnar milli stjórnarflokkanna. Hann útilokar því ekki að málið komist í gegn fyrir þingslit. Annað eins hafi gerst. Ef það verði þverpólitísk samstaða, eins og var þegar forsætisráðherra gaf yfirlýsinguna, þá hafi þingheimur sýnt að hann geti verið ansi röggsamur í að afgreiða mál.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels