Lögin í endurskoðun 23. apríl 2005 00:01 Þingmenn Framsóknarflokksins vissu ekki betur en að lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra væru til endurskoðunar, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður, en Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann sæi enga ástæðu til að breyta lögunum. Forsaga málsins er sú að í janúar síðastliðnum kom í ljós að sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaunagreiðslur í fyrra, þrátt fyrir að vera á fullum launum í öðrum störfum hjá ríkinu, sem sendiherrar eða forstjórar. Ný lög um eftirlaun tóku gildi um þarsíðustu áramót sem rýmkuðu rétt manna til að fara á eftirlaun og voru helstu rökin þau að þannig mætti ef til vill draga úr sókn gamalla ráðherra í embætti. Ákvæðið sem gerir fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum kleift að fá eftirlaun á meðan þeir eru í fullu starfi hjá ríkinu var þó ekki sett í lög þá, heldur hefur það verið til staðar frá því fyrstu lög þessa efnis voru sett árið 1965. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í janúar að menn hefðu ekki séð þessa þróun fyrir og boðaði breytingar á lögunum til þess að koma í veg fyrir að menn geti verið á tvöföldum launum hjá ríkinu. Nú virðist hins vegar komið babb í bátinn; Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær enga ástæðu sjá til að breyta lögunum. Það kemur framsóknarmönnum á óvart, svo ekki sé meira sagt. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að allir flokkar hafi staðið á bak við þá breytingu sem gerð hafi verið. „Ég hygg að það standi ennþá. Við stöndum alla vega á bak við okkar formann í þessu,“ segir Hjálmar. Hjálmar segir málið verða rætt í þingflokknum á mánudag en hann er þess fullviss að samstaða muni nást um breytingarnar milli stjórnarflokkanna. Hann útilokar því ekki að málið komist í gegn fyrir þingslit. Annað eins hafi gerst. Ef það verði þverpólitísk samstaða, eins og var þegar forsætisráðherra gaf yfirlýsinguna, þá hafi þingheimur sýnt að hann geti verið ansi röggsamur í að afgreiða mál. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins vissu ekki betur en að lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra væru til endurskoðunar, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður, en Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann sæi enga ástæðu til að breyta lögunum. Forsaga málsins er sú að í janúar síðastliðnum kom í ljós að sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaunagreiðslur í fyrra, þrátt fyrir að vera á fullum launum í öðrum störfum hjá ríkinu, sem sendiherrar eða forstjórar. Ný lög um eftirlaun tóku gildi um þarsíðustu áramót sem rýmkuðu rétt manna til að fara á eftirlaun og voru helstu rökin þau að þannig mætti ef til vill draga úr sókn gamalla ráðherra í embætti. Ákvæðið sem gerir fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum kleift að fá eftirlaun á meðan þeir eru í fullu starfi hjá ríkinu var þó ekki sett í lög þá, heldur hefur það verið til staðar frá því fyrstu lög þessa efnis voru sett árið 1965. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í janúar að menn hefðu ekki séð þessa þróun fyrir og boðaði breytingar á lögunum til þess að koma í veg fyrir að menn geti verið á tvöföldum launum hjá ríkinu. Nú virðist hins vegar komið babb í bátinn; Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær enga ástæðu sjá til að breyta lögunum. Það kemur framsóknarmönnum á óvart, svo ekki sé meira sagt. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að allir flokkar hafi staðið á bak við þá breytingu sem gerð hafi verið. „Ég hygg að það standi ennþá. Við stöndum alla vega á bak við okkar formann í þessu,“ segir Hjálmar. Hjálmar segir málið verða rætt í þingflokknum á mánudag en hann er þess fullviss að samstaða muni nást um breytingarnar milli stjórnarflokkanna. Hann útilokar því ekki að málið komist í gegn fyrir þingslit. Annað eins hafi gerst. Ef það verði þverpólitísk samstaða, eins og var þegar forsætisráðherra gaf yfirlýsinguna, þá hafi þingheimur sýnt að hann geti verið ansi röggsamur í að afgreiða mál.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira