Ríkisstjórnin tíu ára 22. apríl 2005 00:01 Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess. Halldór og Davíð hafa stjórnað 681 ríkisstjórnarfundi síðan samstarfið hófst 23. apríl 1995 og tekið margar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar. Tuttugu ráðherrar hafa starfað með þeim, enginn allan tímann nema Björn Bjarnason sem tók sér þó stutt frí. Halldór og Davíð segjast ekki orðnir þreyttir hvor á öðrum. Það besta við samstarfið sé að þeim tekst alltaf að leysa úr ágreiningsefnum, þó auðvitað sé stundum deilt. Halldór segir þá stundum hafa rifist harkalega en aldrei skellt hurðum eða gengið út. Á þessum tíu árum hefur hagvöxtur aukist um rúmlega fimmtíu prósent, landsframleiðslan meira en tvöfaldast, verulega dregið úr ríkisafskiptum, fjöldi nemenda í háskólanámi tvöfaldast, framlög til heilbrigðismála aukist um fimmtíu prósent og skuldir ríkissjóðs lækkaðar um meira en helming. Þetta verður líklega allt að teljast gott en að sjálfssögðu hafa líka verið gerð einhver mistök á leiðinni - nokkuð sem ekki er í eðli þessara manna að dvelja við; Davíð segir það engu þjóna að vera alltaf með böggum hildar. Það sígur svo í að þá kæmust mann ekki fetið Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á þessum áratug, m.a. gríðarlegar breytingar á starfi stjórnmálamanna sem búa við mun meiri umfjöllun um þeirra störf en tíðkaðist fyrir þrjátíu árum þegar Halldór og Davíð hófu sinn feril. Halldór segir það svolítið slítandi og umfjöllunin sé misjöfn - stundum sanngjörn en stundum ósanngjörn. Eitt af því sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er að Halldór og Davíð taki stórar ákvarðanir án þess að ræða við aðra ráðherra eða flokksmenn, til að mynda um sölu Símans. Þetta segja þeir rangt. Halldór segir hins vegar að þeir þurfi að taka ýmsar ákvarðanir saman, enda séu þeir kjörnir til þess. Davíð segir að meira hafi verið um leka að undanförnu í samstarfinu en varið hafði, sem hann segir að sé óhollt fyrir stjórnarsamstarf, og hann vonar að það lagist aftur. Spurður hvort þetta þýði að hann hafi ekki jafn föst tök á fólki og hann hafi haft í gegnum tíðina kveðst Davíð halda að þetta hafi ekkert með hans persónu að gera. „Ég vona ekki að minnsta kosti,“ segir Davíð og bætir við að hann geri sér grein fyrir að fjölmiðlar hafi gaman af lekum. „Og þeir eiga að ýta undir leka finnst mér, svona til að fá meira fjör í fréttirnar, en þá eiga hinir að standa á móti. Þetta er hluti af dæminu,“ segir Davíð. Davíð segir enga þreytu með samstarfið í sínum flokki, enda sjái menn enga aðra raunhæfa kosti um stjórnarsamstarf eins og staðan er í dag. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess. Halldór og Davíð hafa stjórnað 681 ríkisstjórnarfundi síðan samstarfið hófst 23. apríl 1995 og tekið margar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar. Tuttugu ráðherrar hafa starfað með þeim, enginn allan tímann nema Björn Bjarnason sem tók sér þó stutt frí. Halldór og Davíð segjast ekki orðnir þreyttir hvor á öðrum. Það besta við samstarfið sé að þeim tekst alltaf að leysa úr ágreiningsefnum, þó auðvitað sé stundum deilt. Halldór segir þá stundum hafa rifist harkalega en aldrei skellt hurðum eða gengið út. Á þessum tíu árum hefur hagvöxtur aukist um rúmlega fimmtíu prósent, landsframleiðslan meira en tvöfaldast, verulega dregið úr ríkisafskiptum, fjöldi nemenda í háskólanámi tvöfaldast, framlög til heilbrigðismála aukist um fimmtíu prósent og skuldir ríkissjóðs lækkaðar um meira en helming. Þetta verður líklega allt að teljast gott en að sjálfssögðu hafa líka verið gerð einhver mistök á leiðinni - nokkuð sem ekki er í eðli þessara manna að dvelja við; Davíð segir það engu þjóna að vera alltaf með böggum hildar. Það sígur svo í að þá kæmust mann ekki fetið Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á þessum áratug, m.a. gríðarlegar breytingar á starfi stjórnmálamanna sem búa við mun meiri umfjöllun um þeirra störf en tíðkaðist fyrir þrjátíu árum þegar Halldór og Davíð hófu sinn feril. Halldór segir það svolítið slítandi og umfjöllunin sé misjöfn - stundum sanngjörn en stundum ósanngjörn. Eitt af því sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er að Halldór og Davíð taki stórar ákvarðanir án þess að ræða við aðra ráðherra eða flokksmenn, til að mynda um sölu Símans. Þetta segja þeir rangt. Halldór segir hins vegar að þeir þurfi að taka ýmsar ákvarðanir saman, enda séu þeir kjörnir til þess. Davíð segir að meira hafi verið um leka að undanförnu í samstarfinu en varið hafði, sem hann segir að sé óhollt fyrir stjórnarsamstarf, og hann vonar að það lagist aftur. Spurður hvort þetta þýði að hann hafi ekki jafn föst tök á fólki og hann hafi haft í gegnum tíðina kveðst Davíð halda að þetta hafi ekkert með hans persónu að gera. „Ég vona ekki að minnsta kosti,“ segir Davíð og bætir við að hann geri sér grein fyrir að fjölmiðlar hafi gaman af lekum. „Og þeir eiga að ýta undir leka finnst mér, svona til að fá meira fjör í fréttirnar, en þá eiga hinir að standa á móti. Þetta er hluti af dæminu,“ segir Davíð. Davíð segir enga þreytu með samstarfið í sínum flokki, enda sjái menn enga aðra raunhæfa kosti um stjórnarsamstarf eins og staðan er í dag.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels