Viðskipti innlent

Eyða meiri peningum ytra

MYND/Vísir
Íslendingar virðast vera að nýta sér sterka stöðu krónunnar til mikilla viðskipta erlendis ef marka má aukningu á krítarkortaviðskiptum landans í útlöndum. Í febrúar straujuðu Íslendingar fyrir 2,1 milljarð króna í útlöndum og er það um þriðjungi meira en á sama tíma í fyrra. Þá voru íslenskir farþegar um Keflavíkurflugvöll 36 prósentum fleiri í febrúar í ár en í sama mánuði í fyrra samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Segir þar að allt þetta auki viðskiptahallann sem stefni í met á þessu ári, bæði í krónum talið og sem hlutfall af landsframleiðslu. Samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka er líklegt að það fari að grafa undan styrk krónunnar áður en árið 2007 rennur upp.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×