6 milljarða niðurskurður 13. október 2005 19:01 Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. Í marsmánnuði árið 2003, tveimur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, sem Alþingi samþykkti samgönguáætlun sem fól í sér fyrirheit um verulegar samgöngubætur. Þau fyrirheit héldu ekki lengi því tveimur mánuðum eftir kosningar var byrjað að skera niður loforðin við fyrstu fjárlagagerð. Þeim niðurskurði er nú haldið áfram með nýrri samgönguáætlun sem ætlunin er að ræða á Alþingi í næstu viku. Í fyrra voru 1.822 milljónir króna skornar af vegamálunum. Í ár á að skera 1.900 milljónir af og á næsta ári vill ríkisstjórnin að 2.000 milljónir verði skornar af. Langstærstur hlutinn er skorinn af Héðinsfjarðargöngum. Af öðrum framkvæmdum sem seinkar vegna niðurskurðar stjórnvalda má nefna þann kafla Reykjanesbrautar sem liggur milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs en til hefur staðið að tvöfalda þennan veg til að greiða fyrir umferð. Lagning nýs Álftanesvegar lendir í niðurskurði, sömuleiðis gerð mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar en þar myndast iðulega langar bílaraðir á annatímum. Á Vestfjörðum lendir Djúpvegur í niðurskurði, það er leiðin yfir Mjóafjörð. Á Norðausturlandi bitnar niðurskurður á nýjum vegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, suðaustanlands er ný veglína yfir Hornarfjarðarfljót skorin af, sunnanlands er skorin af ný Hvítárbrú á móts við Flúðir og á suðvesturhorninu eru Gjábakkavegur og Suðurstrandarvegur skornir niður. Þeir sem lengi hafa fylgst með samspili kosninga og vegaútgjalda hafa tekið eftir sérkennilegu mynstri hjá stjórnmálamönnum sem jafnan hafa kynnt áform um stórauknar vegaframkvæmdir, tveimur mánuðum fyrir kosningar eða svo, og svo skorið þær aftur niður um tveimur mánuðum eftir kosningar. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segist meðal annarra hafa séð þessa tilhneigingu. Hann tekur þó fram að síðasta viðbót hafi komið nánast alveg „ofan í“ kosningarnar þannig að hún hafi ekki verið skorin niður því gríðarlegar framkvæmdir hafi átt sér stað árið 2003. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. Í marsmánnuði árið 2003, tveimur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, sem Alþingi samþykkti samgönguáætlun sem fól í sér fyrirheit um verulegar samgöngubætur. Þau fyrirheit héldu ekki lengi því tveimur mánuðum eftir kosningar var byrjað að skera niður loforðin við fyrstu fjárlagagerð. Þeim niðurskurði er nú haldið áfram með nýrri samgönguáætlun sem ætlunin er að ræða á Alþingi í næstu viku. Í fyrra voru 1.822 milljónir króna skornar af vegamálunum. Í ár á að skera 1.900 milljónir af og á næsta ári vill ríkisstjórnin að 2.000 milljónir verði skornar af. Langstærstur hlutinn er skorinn af Héðinsfjarðargöngum. Af öðrum framkvæmdum sem seinkar vegna niðurskurðar stjórnvalda má nefna þann kafla Reykjanesbrautar sem liggur milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs en til hefur staðið að tvöfalda þennan veg til að greiða fyrir umferð. Lagning nýs Álftanesvegar lendir í niðurskurði, sömuleiðis gerð mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar en þar myndast iðulega langar bílaraðir á annatímum. Á Vestfjörðum lendir Djúpvegur í niðurskurði, það er leiðin yfir Mjóafjörð. Á Norðausturlandi bitnar niðurskurður á nýjum vegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, suðaustanlands er ný veglína yfir Hornarfjarðarfljót skorin af, sunnanlands er skorin af ný Hvítárbrú á móts við Flúðir og á suðvesturhorninu eru Gjábakkavegur og Suðurstrandarvegur skornir niður. Þeir sem lengi hafa fylgst með samspili kosninga og vegaútgjalda hafa tekið eftir sérkennilegu mynstri hjá stjórnmálamönnum sem jafnan hafa kynnt áform um stórauknar vegaframkvæmdir, tveimur mánuðum fyrir kosningar eða svo, og svo skorið þær aftur niður um tveimur mánuðum eftir kosningar. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segist meðal annarra hafa séð þessa tilhneigingu. Hann tekur þó fram að síðasta viðbót hafi komið nánast alveg „ofan í“ kosningarnar þannig að hún hafi ekki verið skorin niður því gríðarlegar framkvæmdir hafi átt sér stað árið 2003.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira