Viðskipti innlent

Morgan Stanley brotlegt

Ráðgjafa- og fjármálafyrirtækið Morgan Stanley, sem er ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar við sölu á Landssímanum, hefur gerst brotlegt við reglur norrænu raforkukauphallarinnar Nord Pool. Þetta er mat stjórnenda Nord Pool en þeir slepptu fyrirtækinu þó við sektir að svo komnu, jafnvel þótt fjármálaeftirlit Noregs hefði einnig talið Morgan Stanely farið á svig við reglur. Málið var jafnframt komið til efnahagsbrotadeildar norsku lögreglunnar en þar tafðist afgreiðsla þess úr hömlum vegna manneklu þannig að fyrirtækið slapp með skrekkinn. Talið er að Morgan Stanley hafi með tilfæringum haft áhrif á raforkuverð í desember 2002 með miklum viðskiptum rétt fyrir lokun kauphallarinnar. Einnig eru uppi grunsemdir um brot á viðskiptum með ábyrgðir. Talsmenn Nord Pool segjast ætla að taka mið af athugasemdum fjármálaeftirlitsins og efnahagsbrotadeildarinnar þegar til kemur og herða reglur sínar um viðskipti svo viðlíka geti ekki endurtekið sig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×