Innlent

Óánægja meðal starfsfólks

Nýtt rafrænt stimpilklukkukerfi sem tekið hefur verið upp á ríkisspítölunum þykir það flókið að starfsfólk hefur sagt upp störfum og fleiri íhuga uppsagnir. Hefur öllum starfsmönnum verið gert að sækja sérstök námskeið til að læra á kerfið og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að sú krafa hafi fyllt mælinn hjá fjölmörgum einstaklingum. Ólga hefur verið meðal margra heilbrigðisstarfsmanna um langa hríð enda þykir pottur brotinn víða. Þannig hafa að undanförnu ýmsir læknar gagnrýnt langar og erfiðar boðleiðir manna í millum innan spítalanna og hafa aðrir starfsmenn tekið undir þá gagnrýni. Sú krafa yfirvalda nú að starfsmenn stimpli sig reglulega inn og út hefur hjá nokkrum verið það korn sem fyllt hefur mælinn enda aldrei fyrr verið talin þörf á stöðugu eftirliti með starfsmönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×