Viðskipti innlent

KB banki hækkar vexti

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 1. apríl. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynningar Seðlabankans fyrr í vikunni um hækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig. Með hækkun útlána hækka kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa úr 10,95% í 11,20%. Vextir óverðtryggðra innlána hækka um allt að 0,35 prósentustig, þó mismunandi eftir innlánsformum. Þannig hækka vextir Kostabókar og Markaðsreiknings um 0,25 til 0,35 prósentustig og verða þeir á bilinu 4,75% til 7,65%. Einnig hækka þriggja mánaða kjörvextir á erlendri myntkörfulánum bankans úr 2,79% í 2,95% en sú hækkun er aðallega tilkomin vegna hækkunar á vöxtum bandaríkjadollars.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×