Viðskipti innlent

Yfirtökutilboð í Samherja

Stærstu eigendur sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja á Akureyri munu á næstu fjórum vikum gera öðrum hluthöfum í fyrirtækinu yfirtökutilboð en í morgun keypti Fjárfestingafélagið Fjörður hf. 7,33 prósenta hlut í fyrirtækinu. Í kjölfar kaupanna gerðu stærstu eigendurnir ennfremur með sér samkomulag um stjórnun og rekstur fyrirtækisins en meðal stærstu eigenda eru Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri, Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri, Tryggingamiðstöðin hf., Bliki ehf og Finnbogi A. Baldvinsson. Samhliða samkomulaginu verður óskað eftir því að hlutabréf Samherja verði afskráð úr Kauphöll Íslands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×