Ummæli Fischers verði rannsökuð 26. mars 2005 00:01 Íslenskur fornleifafræðingur í Danmörku hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Bobbys Fischers um gyðinga. Ríkislögreglustjórinn og allsherjarnefnd hafa einnig fengið erindi frá honum vegna málsins. Samkvæmt hegningarlögum varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt, opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur í Danmörku, finnst það mjög alvarlegt og mjög miður að verið sé að bjóða manni, sem vitað er að hefði jafn sterkar skoðanir og Fischer á gyðingum, íslenskt ríkisfang. Hann kveðst skilja mannúðarástæðurnar fyrir því að bjóða honum til Íslands, og að taugar séu til hans vegna einvígisins árið 1972, en ekki að það sé þolað að íslenskur ríkisborgari, eða einhver annar, fari um og dreifi svæsnu hatri á öðrum trúarhópum, kynþáttum eða öðrum hópum, án þess að því sé andmælt. Vilhjálmur hafði áður skrifað allsherjarnefnd Alþingis þegar ríkisborgararéttur Fischers var til umræðu en segir nefndina ekki hafa skráð erindi sitt né tekið það fyrir á fundum nefndarinnar. Hann hefur nú skrifað nefndinni og sagt að hann ætli að kynna málið fyrir samtökum sem fást við mannréttindi og réttindamál gyðinga. Þá hefur hann kært málsmeðferðina til forseta Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Vilhjálmur segir þetta gefa hættulegt fordæmi, enda hafi íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að sporna gegn gyðingahatri. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Íslenskur fornleifafræðingur í Danmörku hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Bobbys Fischers um gyðinga. Ríkislögreglustjórinn og allsherjarnefnd hafa einnig fengið erindi frá honum vegna málsins. Samkvæmt hegningarlögum varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt, opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur í Danmörku, finnst það mjög alvarlegt og mjög miður að verið sé að bjóða manni, sem vitað er að hefði jafn sterkar skoðanir og Fischer á gyðingum, íslenskt ríkisfang. Hann kveðst skilja mannúðarástæðurnar fyrir því að bjóða honum til Íslands, og að taugar séu til hans vegna einvígisins árið 1972, en ekki að það sé þolað að íslenskur ríkisborgari, eða einhver annar, fari um og dreifi svæsnu hatri á öðrum trúarhópum, kynþáttum eða öðrum hópum, án þess að því sé andmælt. Vilhjálmur hafði áður skrifað allsherjarnefnd Alþingis þegar ríkisborgararéttur Fischers var til umræðu en segir nefndina ekki hafa skráð erindi sitt né tekið það fyrir á fundum nefndarinnar. Hann hefur nú skrifað nefndinni og sagt að hann ætli að kynna málið fyrir samtökum sem fást við mannréttindi og réttindamál gyðinga. Þá hefur hann kært málsmeðferðina til forseta Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Vilhjálmur segir þetta gefa hættulegt fordæmi, enda hafi íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að sporna gegn gyðingahatri.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira