Enn fremur mættu ansi margir hjólreiðakappar í herlegheitin og sýndu listir sínar og þol á hjóli fyrir utan verslunina.
Verslunin selur svokallaðar lífssstílsvörur fyrir þá sem hafa gaman að útivist og á örugglega eftir að falla vel í kramið hér á landi. Verslunarkeðjan leggur mikið upp úr vönduðum varningi og leggur ríka áherslu á að allt sé mjög mjúkt og þægilegt, sem er ekki verra þegar allra veðra er von.





