Fischer verður Íslendingur 18. mars 2005 00:01 Allsherjarnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með því við Alþingi að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. "Við höfum áður haft málið til umfjöllunar en á því stigi taldi ég ekki fullreynt á það að Bobby Fischer gæti losnað frá Japan á grundvelli dvalarleyfis og ferðaskilríkja frá Íslandi. Í millitíðinni hefur hins vegar verið látið reyna á það og komið hefur í ljós að það dugði ekki til. Það var eðlilegt að beiðnin væri því ítrekuð fyrir nefndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar. Hann segir að ákvörðunin í dag hafi byggst á því að fullvissa hafi fengist um það að Fischer losnaði úr haldi fengi hann íslenskt ríkisfang. "Þegar það lá fyrir var ekki annað að gera en að taka ákvörðun í málinu. Margt hafði áhrif á einróma afstöðu manna í nefndinni, í fyrsta lagi tengsl hans við landið, en menn þekkja söguna í því. Í öðru lagi það að stjórnvöld höfðu áður gert tilraun til að greiða leið mannsins til landsins og í þriðja lagi mun íslenskur ríkisborgararéttur verða til þess að Fischer losnar úr haldi, en honum er haldið föngum í innflytjendabúðum í Japan. Því voru ákveðin mannúðarsjónarmið þar að leiðarljósi," segir Bjarni. Bjarni vonast til að málið verði tekið fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég á von á því að frumvarp verði lagt fram á mánudaginn og síðan býst ég við því að þingið verði jákvætt fyrir því að flýta afgreiðslu þessa máls. Fischer gæti því fengið íslenskan ríkisborgararétt strax í næstu viku," segir Bjarni. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist ekki þekkja nein fordæmi fyrir máli Fischers. "Hugsanlega væri hægt að horfa til þess er Vladimir Aszkenasy var veittur ríkisborgararéttur, en ólíkt Fischer var hann pólitískur flóttamaður. Við höfum velt fyrir okkur fordæmissjónarmiðum en teljum að þetta mál sé svo einstakt og njóti slíkrar sérstöðu að það sé ekki hægt að skapa undarlegt fordæmi í því," segir Davíð. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Allsherjarnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með því við Alþingi að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. "Við höfum áður haft málið til umfjöllunar en á því stigi taldi ég ekki fullreynt á það að Bobby Fischer gæti losnað frá Japan á grundvelli dvalarleyfis og ferðaskilríkja frá Íslandi. Í millitíðinni hefur hins vegar verið látið reyna á það og komið hefur í ljós að það dugði ekki til. Það var eðlilegt að beiðnin væri því ítrekuð fyrir nefndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar. Hann segir að ákvörðunin í dag hafi byggst á því að fullvissa hafi fengist um það að Fischer losnaði úr haldi fengi hann íslenskt ríkisfang. "Þegar það lá fyrir var ekki annað að gera en að taka ákvörðun í málinu. Margt hafði áhrif á einróma afstöðu manna í nefndinni, í fyrsta lagi tengsl hans við landið, en menn þekkja söguna í því. Í öðru lagi það að stjórnvöld höfðu áður gert tilraun til að greiða leið mannsins til landsins og í þriðja lagi mun íslenskur ríkisborgararéttur verða til þess að Fischer losnar úr haldi, en honum er haldið föngum í innflytjendabúðum í Japan. Því voru ákveðin mannúðarsjónarmið þar að leiðarljósi," segir Bjarni. Bjarni vonast til að málið verði tekið fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég á von á því að frumvarp verði lagt fram á mánudaginn og síðan býst ég við því að þingið verði jákvætt fyrir því að flýta afgreiðslu þessa máls. Fischer gæti því fengið íslenskan ríkisborgararétt strax í næstu viku," segir Bjarni. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist ekki þekkja nein fordæmi fyrir máli Fischers. "Hugsanlega væri hægt að horfa til þess er Vladimir Aszkenasy var veittur ríkisborgararéttur, en ólíkt Fischer var hann pólitískur flóttamaður. Við höfum velt fyrir okkur fordæmissjónarmiðum en teljum að þetta mál sé svo einstakt og njóti slíkrar sérstöðu að það sé ekki hægt að skapa undarlegt fordæmi í því," segir Davíð.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira