Vilja Fischer út fyrir afmæli hans 4. mars 2005 00:01 Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Á blaðamannafundinum var gerð grein fyrir útlendingavegabréfinu sem gefið hefur verið út fyrir Bobby Fischer hér á landi. Einnig kom fram að keyptur hefur verið opinn flugmiði til Íslands fyrir Fischer og var skorað á japönsk yfirvöld að leysa hann úr haldi. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að stuðningsmenn hans hafi lýst vonbrigðum sínum með að japönsk yfirvöld hefðu enn ekki heimilað þeim að heimsækja hann í innflytjendabúðirnar þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Sæmundur segir að á fundinn hefðu komið blaðamenn hvaðanæva að, m.a. breskir, bandarískir og japanskir, sem hefðu spurt ýmissa spurninga. Fram hefði komið á fundinum að sendinefndin frá Íslandi væri óánægð með japönsk stjórnvöld og hversu illsamvinnþýð þau væru þrátt fyrir góða framkomu íslenskra stjórnvalda sem reynt hafi að gera allt sem þau gætu fyrir sendinefndina. Sæmundur sagði ekki ljóst hvernig færi með vegabréfið en sendinefndin vonaðist til að það kæmist í hendur lögmanns Fischers fljótlega. Hann segist aðspurður ekki hafa fengið nein viðbrögð frá japönskum stjórnvöldum varðandi málið en beðið hefði verið um fund með þeim. Þeirri beiðni hefði ekki verið svarað fyrir lokun skrifstofa í dag sem hafi verið um það leyti sem blaðamannafundinum lauk. Sendinefndin yrði í sambandi við sendiherra Íslands í Japan um helgina til þess að ræða málið. Aðspurður hvernig staðan í málinu blasti við stuðningsmönnum Fischers sagði Sæmundur að þeim fyndist hún slæm því ekki væri ljóst hvers vegna það hefði verið bannað að heimsækja Fischer í fyrradag og í dag, en engar heimsóknir séu leyfðar um helgar. Fischer hefði verið settur einangrun og ástæðan væri líklega sú að eitthvað hefði komið upp á hjá honum en ekki að stuðningsmenn hans hefðu verið svo hættulegir. Sæmundur segir stuðningsmennina vonast til að ná Fischer út fyrir afmælisdaginn hans, 9. mars. Það sé ekki borin von að það takist. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Á blaðamannafundinum var gerð grein fyrir útlendingavegabréfinu sem gefið hefur verið út fyrir Bobby Fischer hér á landi. Einnig kom fram að keyptur hefur verið opinn flugmiði til Íslands fyrir Fischer og var skorað á japönsk yfirvöld að leysa hann úr haldi. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að stuðningsmenn hans hafi lýst vonbrigðum sínum með að japönsk yfirvöld hefðu enn ekki heimilað þeim að heimsækja hann í innflytjendabúðirnar þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Sæmundur segir að á fundinn hefðu komið blaðamenn hvaðanæva að, m.a. breskir, bandarískir og japanskir, sem hefðu spurt ýmissa spurninga. Fram hefði komið á fundinum að sendinefndin frá Íslandi væri óánægð með japönsk stjórnvöld og hversu illsamvinnþýð þau væru þrátt fyrir góða framkomu íslenskra stjórnvalda sem reynt hafi að gera allt sem þau gætu fyrir sendinefndina. Sæmundur sagði ekki ljóst hvernig færi með vegabréfið en sendinefndin vonaðist til að það kæmist í hendur lögmanns Fischers fljótlega. Hann segist aðspurður ekki hafa fengið nein viðbrögð frá japönskum stjórnvöldum varðandi málið en beðið hefði verið um fund með þeim. Þeirri beiðni hefði ekki verið svarað fyrir lokun skrifstofa í dag sem hafi verið um það leyti sem blaðamannafundinum lauk. Sendinefndin yrði í sambandi við sendiherra Íslands í Japan um helgina til þess að ræða málið. Aðspurður hvernig staðan í málinu blasti við stuðningsmönnum Fischers sagði Sæmundur að þeim fyndist hún slæm því ekki væri ljóst hvers vegna það hefði verið bannað að heimsækja Fischer í fyrradag og í dag, en engar heimsóknir séu leyfðar um helgar. Fischer hefði verið settur einangrun og ástæðan væri líklega sú að eitthvað hefði komið upp á hjá honum en ekki að stuðningsmenn hans hefðu verið svo hættulegir. Sæmundur segir stuðningsmennina vonast til að ná Fischer út fyrir afmælisdaginn hans, 9. mars. Það sé ekki borin von að það takist.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent