Samskip í hóp hinna stærstu 3. mars 2005 00:01 "Þetta er vissulega afar stórt skref fyrir Samskip og stór biti að kyngja fjárhagslega en við erum fullir bjartsýni og teljum okkur hafa gert góð kaup," segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis, eftir að tilkynnt var að félagið hefði keypt hollenska gámafyrirtækið Geest North Sea Line. Með kaupunum verður sameinað fyrirtæki Samskipa og Geest eitt stærsta gámaflutningafyrirtæki í Evrópu. Mun rekstur Samskipa erlendis verða sameinaður rekstri Geest og segir Ásbjörn, sem verður stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis, að tækifærin samfara kaupunum séu mörg. "Geest er mjög virt fyrirtæki í flutningageiranum og ég hef þegar fengið mikil jákvæð viðbrögð hvaðanæva að í Evrópu vegna þessara kaupa okkar. Fyrir það fyrsta þá féll flutninganet Geest afar vel að okkar kerfi og má segja að það hafi smellpassað. Þeir eru afar sterkir á Englandi í á Írlandi og við höfum verið að leita hófanna með viðskipti þar um hríð. VIð sjáum fyrir okkur aukin sóknarfæri þar og enn víðar og ég tel víst að kaupin opna ýmsar dyr sem ekki stóðu okkur opnar áður. Þess utan er fyrirtækið framarlega á tæknilega sviðinu og hafa til að mynda verið frumkvöðlar í flutningi á 45 feta gámum til að ná sem bestri samkeppnisstöðu gagnvart flutningabílum." Allur gámarekstur Samskipa að undanskildum íslandsflutningum verður undir hatti Geest en það verður engu að síður dótturfyrirtæki Samskipa. Áætlanir gera ráð fyrir að velta sameinaðs félags verði um 45 milljarðar króna með starfsemi í 19 þjóðlöndum auk umboðsmanna víðar. Eimskip var um tíma einnig í viðræðum um kaup á þessu hollenska fyrirtæki sem nú tilheyrir Samskipum en að sögn Baldurs Guðnasonar, forstjóra, var fallið frá kaupum þar sem verðhugmyndir Hollendinganna þóttu of háar. "Þarna er að ýmsu leyti um gott og framsækið fyrirtæki að ræða en þeir fóru fram á rúma 3.5 milljarða króna og það þótti okkur ekki fýsilegt en á móti kemur að áherslur okkar liggja ekki á sama stað og hjá Samskipum." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
"Þetta er vissulega afar stórt skref fyrir Samskip og stór biti að kyngja fjárhagslega en við erum fullir bjartsýni og teljum okkur hafa gert góð kaup," segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis, eftir að tilkynnt var að félagið hefði keypt hollenska gámafyrirtækið Geest North Sea Line. Með kaupunum verður sameinað fyrirtæki Samskipa og Geest eitt stærsta gámaflutningafyrirtæki í Evrópu. Mun rekstur Samskipa erlendis verða sameinaður rekstri Geest og segir Ásbjörn, sem verður stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis, að tækifærin samfara kaupunum séu mörg. "Geest er mjög virt fyrirtæki í flutningageiranum og ég hef þegar fengið mikil jákvæð viðbrögð hvaðanæva að í Evrópu vegna þessara kaupa okkar. Fyrir það fyrsta þá féll flutninganet Geest afar vel að okkar kerfi og má segja að það hafi smellpassað. Þeir eru afar sterkir á Englandi í á Írlandi og við höfum verið að leita hófanna með viðskipti þar um hríð. VIð sjáum fyrir okkur aukin sóknarfæri þar og enn víðar og ég tel víst að kaupin opna ýmsar dyr sem ekki stóðu okkur opnar áður. Þess utan er fyrirtækið framarlega á tæknilega sviðinu og hafa til að mynda verið frumkvöðlar í flutningi á 45 feta gámum til að ná sem bestri samkeppnisstöðu gagnvart flutningabílum." Allur gámarekstur Samskipa að undanskildum íslandsflutningum verður undir hatti Geest en það verður engu að síður dótturfyrirtæki Samskipa. Áætlanir gera ráð fyrir að velta sameinaðs félags verði um 45 milljarðar króna með starfsemi í 19 þjóðlöndum auk umboðsmanna víðar. Eimskip var um tíma einnig í viðræðum um kaup á þessu hollenska fyrirtæki sem nú tilheyrir Samskipum en að sögn Baldurs Guðnasonar, forstjóra, var fallið frá kaupum þar sem verðhugmyndir Hollendinganna þóttu of háar. "Þarna er að ýmsu leyti um gott og framsækið fyrirtæki að ræða en þeir fóru fram á rúma 3.5 milljarða króna og það þótti okkur ekki fýsilegt en á móti kemur að áherslur okkar liggja ekki á sama stað og hjá Samskipum."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira