Hljóta að geta fyrirgefið Fischer 18. febrúar 2005 00:01 Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Davíð Oddsson utanríkisráðherra bauð Bobby Fischer landvistarleyfir fyrir jól. Í vikunnni komst allsherjarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að svo komnu máli að veita honum ríkisborgararétt. Davíð segir að það þýði það eitt að ríkisborgararétturinn standi Bobby Fischer til boða ef hann kemur til landsins og kýs að sækjast eftir honum. Það hljóti að vera innlegg í málið gangvart honum að sú afstaða liggi fyrir þó að það sé skiljanleg afstaða að það sé ekki hægt að veita ríkisborgararétt að manninum fjarstöddum og hann hafi ekki komið til landsins í rúm 30 ár. Davíð telur einnig nauðsynlegt vegna ummæla stuðningsmanna Fischers að benda á að allir pappírar og ferðaheimildir vegna dvalarleyfis hér séu fyrir hendi. Ástæða þess að Davíð ítrekar þetta svona er að líkindum sú að Útlendingastofnun hefur ekki enn þá staðfest að Fischer fái landvistarleyfi hér á landi þó að utanríkisráðuneytið hafi sent frá sér tilkynningu þess efnis þann 15. desember síðastliðinn að við beiðni Fischers yrði orðið. Stuðningsmenn Fischers eiga þó fund með stjórnendum Útlendingastofnunar eftir helgi til að reyna að afgreiða það mál. Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er lýst yfir óánægju með frumkvæði Íslendinga og beitt Japana þrýstingi vegna þessa. En hvað með stjórnvöld hér á landi? Spurður hvort Bandaríkjamenn hafi beitt þrýstingi í málinu segir Davíð ekki vilja kalla það því nafni. Sendiherra Bandaríkjanna hafi formlega mótmælt þessu við íslensk stjórnvöld og þeim finnist afar miður að vera í slag við sitt helsta vinaríki. Íslensk stjórnvöld telji málið hins vegar frekar mannúðarmál en utanríkismál. Þegar Davíð er inntur eftir því hvort hann telji persónulega að Fischer eigi eftir að koma hingað til lands segir hann að hann telji helmingslíkur á því og hann voni að Fischer fái tækifæri til þess. Honum sýnist aðstæður Fischers um þessar mundir ómögulegar og honum fyndist afskaplega dapurlegt ef draga ætti Fischer, sem búi varla við fulla heilsu, fyrir rétt fyrir löngu liðin brek. Honum finnist að menn eigi að horfa gegnum fingur sér gangvart Fischer. Stórveldin hafi fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga sem hafi gert ýmislegt og geti menn fyrirgefið Khadafi hljóti menn að geta fyrirgefið Fischer. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Davíð Oddsson utanríkisráðherra bauð Bobby Fischer landvistarleyfir fyrir jól. Í vikunnni komst allsherjarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að svo komnu máli að veita honum ríkisborgararétt. Davíð segir að það þýði það eitt að ríkisborgararétturinn standi Bobby Fischer til boða ef hann kemur til landsins og kýs að sækjast eftir honum. Það hljóti að vera innlegg í málið gangvart honum að sú afstaða liggi fyrir þó að það sé skiljanleg afstaða að það sé ekki hægt að veita ríkisborgararétt að manninum fjarstöddum og hann hafi ekki komið til landsins í rúm 30 ár. Davíð telur einnig nauðsynlegt vegna ummæla stuðningsmanna Fischers að benda á að allir pappírar og ferðaheimildir vegna dvalarleyfis hér séu fyrir hendi. Ástæða þess að Davíð ítrekar þetta svona er að líkindum sú að Útlendingastofnun hefur ekki enn þá staðfest að Fischer fái landvistarleyfi hér á landi þó að utanríkisráðuneytið hafi sent frá sér tilkynningu þess efnis þann 15. desember síðastliðinn að við beiðni Fischers yrði orðið. Stuðningsmenn Fischers eiga þó fund með stjórnendum Útlendingastofnunar eftir helgi til að reyna að afgreiða það mál. Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er lýst yfir óánægju með frumkvæði Íslendinga og beitt Japana þrýstingi vegna þessa. En hvað með stjórnvöld hér á landi? Spurður hvort Bandaríkjamenn hafi beitt þrýstingi í málinu segir Davíð ekki vilja kalla það því nafni. Sendiherra Bandaríkjanna hafi formlega mótmælt þessu við íslensk stjórnvöld og þeim finnist afar miður að vera í slag við sitt helsta vinaríki. Íslensk stjórnvöld telji málið hins vegar frekar mannúðarmál en utanríkismál. Þegar Davíð er inntur eftir því hvort hann telji persónulega að Fischer eigi eftir að koma hingað til lands segir hann að hann telji helmingslíkur á því og hann voni að Fischer fái tækifæri til þess. Honum sýnist aðstæður Fischers um þessar mundir ómögulegar og honum fyndist afskaplega dapurlegt ef draga ætti Fischer, sem búi varla við fulla heilsu, fyrir rétt fyrir löngu liðin brek. Honum finnist að menn eigi að horfa gegnum fingur sér gangvart Fischer. Stórveldin hafi fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga sem hafi gert ýmislegt og geti menn fyrirgefið Khadafi hljóti menn að geta fyrirgefið Fischer.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira