Fischer: Skelfileg vonbrigði 17. febrúar 2005 00:01 Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. Á fundi sínum í morgun ræddi allsherjarnefnd meðal annars mál Bobby Fischers og var það niðurstaðan að ekki yrði lagt til við Alþingi að Bobby Fischer fengi ríkisborgararétt á Íslandi. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofuna að umsókn Fischers byggðist á því að með íslenskum ríkisborgararétti styrkti það stöðu hans gagnvart stjórnvöldum í Japan. Það séu deilur sem hann sé ekki viss um að Íslendingar vilji blanda sér í. Guðmundur G. Þórarinsson segir að stuðningsmenn Fischers hafi bundið miklar vonir við það í þessu mikla mannúðarmáli að Íslendingar myndu treysta sér að stíga þetta skref. Það hefði vakið alheimsathygli og mælst vel fyrir. „Mér finnst margt stangast á í ákvörðunum okkar Íslendinga ef menn treysta sér ekki til þess að blanda sér í deilu um vegabréf í Japan, en treysta sér til að taka ákvarðanir um að ráðast á Írak með Bandaríkjamönnum án mikils umhugsunarfrests,“ segir Guðmundur. Guðmundur veltir því fyrir sér hvort allsherjarnefnd hefði misskilið þróun málsins. Samkvæmt japönskum lögum eigi að senda fólk með ógild vegabréf til þess lands sem þeir ættu ríkisfang í. Fischer hefði sjálfur höfðað mál til þess að forða því eða fresta að vera sendur til Bandaríkjanna. Ef hann fengi íslenskt ríkisfang væri hægt að senda hann hingað og það fæli ekki í sér neina deilu við japönsk stjórnvöld. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. Á fundi sínum í morgun ræddi allsherjarnefnd meðal annars mál Bobby Fischers og var það niðurstaðan að ekki yrði lagt til við Alþingi að Bobby Fischer fengi ríkisborgararétt á Íslandi. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofuna að umsókn Fischers byggðist á því að með íslenskum ríkisborgararétti styrkti það stöðu hans gagnvart stjórnvöldum í Japan. Það séu deilur sem hann sé ekki viss um að Íslendingar vilji blanda sér í. Guðmundur G. Þórarinsson segir að stuðningsmenn Fischers hafi bundið miklar vonir við það í þessu mikla mannúðarmáli að Íslendingar myndu treysta sér að stíga þetta skref. Það hefði vakið alheimsathygli og mælst vel fyrir. „Mér finnst margt stangast á í ákvörðunum okkar Íslendinga ef menn treysta sér ekki til þess að blanda sér í deilu um vegabréf í Japan, en treysta sér til að taka ákvarðanir um að ráðast á Írak með Bandaríkjamönnum án mikils umhugsunarfrests,“ segir Guðmundur. Guðmundur veltir því fyrir sér hvort allsherjarnefnd hefði misskilið þróun málsins. Samkvæmt japönskum lögum eigi að senda fólk með ógild vegabréf til þess lands sem þeir ættu ríkisfang í. Fischer hefði sjálfur höfðað mál til þess að forða því eða fresta að vera sendur til Bandaríkjanna. Ef hann fengi íslenskt ríkisfang væri hægt að senda hann hingað og það fæli ekki í sér neina deilu við japönsk stjórnvöld.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira