Jakkaföt full af minningum 17. febrúar 2005 00:01 Sölvi Tryggvason, fréttamaður á Stöð 2 og nemi í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, er ekki í vafa um hvað er ómissandi í fataskápnum. "Það er eitt sem poppar strax upp í hugann og það eru jakkaföt nokkur. Þetta eru grá teinótt og útvíð jakkaföt sem ég keypti í París fyrir um sex árum síðan. Ég nota þau enn og það má segja að þau séu það langlífasta í fataskápnum mínum," segir Sölvi og ekki spillti fyrir að jakkafötin voru hræódýr. "Ég borgaði bara um 250 franka fyrir." "Þessi jakkaföt eru mér efst í huga þegar ég hugsa um uppáhaldsflíkina mína enda hef ég átt margar góðar stundir í þessum jakkafötum og þau geyma margar góðar minningar. Það er líka ágætt efni í þeim þannig að þau hafa staðist tímans tönn þó að ég noti þau ekkert mjög mikið og aðallega á djamminu," segir Sölvi og rifjar upp eina góða minningu í jakkafötunum góðu. "Það er eitt atvik mér sérstaklega minnisstætt þegar ég mætti í jakkafötunum í Viðeyjarferð með sálfræðinemum í Háskólanum. Þar voru allir í lopapeysum og það var vægast sagt horft skringilega á mig," segir Sölvi og hlær. "Mér leið illa fyrst en seinna um kvöldið var kominn diskófílíngur í mannskapinn og þá sá ég aldeilis ekki eftir að hafa mætt í jakkafötunum." Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Sölvi Tryggvason, fréttamaður á Stöð 2 og nemi í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, er ekki í vafa um hvað er ómissandi í fataskápnum. "Það er eitt sem poppar strax upp í hugann og það eru jakkaföt nokkur. Þetta eru grá teinótt og útvíð jakkaföt sem ég keypti í París fyrir um sex árum síðan. Ég nota þau enn og það má segja að þau séu það langlífasta í fataskápnum mínum," segir Sölvi og ekki spillti fyrir að jakkafötin voru hræódýr. "Ég borgaði bara um 250 franka fyrir." "Þessi jakkaföt eru mér efst í huga þegar ég hugsa um uppáhaldsflíkina mína enda hef ég átt margar góðar stundir í þessum jakkafötum og þau geyma margar góðar minningar. Það er líka ágætt efni í þeim þannig að þau hafa staðist tímans tönn þó að ég noti þau ekkert mjög mikið og aðallega á djamminu," segir Sölvi og rifjar upp eina góða minningu í jakkafötunum góðu. "Það er eitt atvik mér sérstaklega minnisstætt þegar ég mætti í jakkafötunum í Viðeyjarferð með sálfræðinemum í Háskólanum. Þar voru allir í lopapeysum og það var vægast sagt horft skringilega á mig," segir Sölvi og hlær. "Mér leið illa fyrst en seinna um kvöldið var kominn diskófílíngur í mannskapinn og þá sá ég aldeilis ekki eftir að hafa mætt í jakkafötunum."
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira