Viðskipti innlent

Sprengidagur í Kauphöllinni í gær

Sprengidagur var í Kauphöllinni í gær, eins og sérfræðingar KB banka orða það, þar sem úrvalsvísitalan hækkaði um 2,5 prósent á einum degi í miklum viðskiptum. Úrvalsvísitalan hefur því hækkað um heil 15 prósent frá áramótum og ef litið er tólf mánuði aftur í tímann hefur hún hækkað um rösklega 64 prósent. Fréttastofu Bylgjunnar er kunnugt um að sumir fjárfestar séu alvarlega farnir að velta fyrir sér hversu lengi þessi stígandi geti haldið áfram eða hvort vísitalan sé jafnvel orðin of há og að hlutabréf fari að lækka í verði innan tíðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×