75 fm2 snjóhús í Mývatnssveit 19. janúar 2005 00:01 "Mývatnssveit er aldrei fallegri en á veturna," segir Yngvi Ragnar Kristjánsson framkvæmdarstjóri hótel Sel í Mývatnssveit. "Í dag var hér 12 stiga frost, logn og sólskin og að mínu mati er ekki til neitt fallegra," segir Yngvi og bætir við að hann líti á Mývatnssveit sem vetrarparadís Íslands og draum þeirra sem vilja leika sér í snjó. Á hótelinu er mikil þjónusta við ferðamenn í kringum vetrarsport. Þar er hægt að læra að dorga í gegnum vakir, fara í vélsleðaferðir, jeppaferðir upp að Dettifossi, gönguferðir og stunda allskyns ísafþreyingu. "Á ísnum bjóðum við upp á gokart, keilu og golf og svo endum við allt gaman á að fara í snjóhúsið sem var reist í síðustu viku." Í snjóhúsinu, sem er 75 fm2, eru útskorin borð og stólar úr snjó og ís auk Absolut ísbars. Fyrir utan eru svo allskyns snjóskúlptúrar í tenglum við samstarfsverkefnið Snow Magic sem er samvinna Íslands, Finnlands og Svíþjóðar. "Það er ískalt í snjóhúsinu og frábært að fá sér einn kaldan í lok dagsins og skella sér svo í nýja jarðbaðið svo hér er auðveldlega hægt að blanda saman hita og kulda." Yngvi segir að þar sem lítið hafi fiskast í Mývatni hafi þeir leitað lengra og séu farnir að dorga í Sandvatni og Kringluvatni. "Sandvatn er hér rétt við Mývatnið en Kringluvatn tilheyrir Laxárdal. Þar er samt sama náttúrufegurðin og gaman að sitja þarna og dorga. Svo má ekki gleyma að skoða Dettifoss í vetrarböndum en það er ógleymanleg sjón." Lestu ítarlegra viðtal í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Ferðalög Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Mývatnssveit er aldrei fallegri en á veturna," segir Yngvi Ragnar Kristjánsson framkvæmdarstjóri hótel Sel í Mývatnssveit. "Í dag var hér 12 stiga frost, logn og sólskin og að mínu mati er ekki til neitt fallegra," segir Yngvi og bætir við að hann líti á Mývatnssveit sem vetrarparadís Íslands og draum þeirra sem vilja leika sér í snjó. Á hótelinu er mikil þjónusta við ferðamenn í kringum vetrarsport. Þar er hægt að læra að dorga í gegnum vakir, fara í vélsleðaferðir, jeppaferðir upp að Dettifossi, gönguferðir og stunda allskyns ísafþreyingu. "Á ísnum bjóðum við upp á gokart, keilu og golf og svo endum við allt gaman á að fara í snjóhúsið sem var reist í síðustu viku." Í snjóhúsinu, sem er 75 fm2, eru útskorin borð og stólar úr snjó og ís auk Absolut ísbars. Fyrir utan eru svo allskyns snjóskúlptúrar í tenglum við samstarfsverkefnið Snow Magic sem er samvinna Íslands, Finnlands og Svíþjóðar. "Það er ískalt í snjóhúsinu og frábært að fá sér einn kaldan í lok dagsins og skella sér svo í nýja jarðbaðið svo hér er auðveldlega hægt að blanda saman hita og kulda." Yngvi segir að þar sem lítið hafi fiskast í Mývatni hafi þeir leitað lengra og séu farnir að dorga í Sandvatni og Kringluvatni. "Sandvatn er hér rétt við Mývatnið en Kringluvatn tilheyrir Laxárdal. Þar er samt sama náttúrufegurðin og gaman að sitja þarna og dorga. Svo má ekki gleyma að skoða Dettifoss í vetrarböndum en það er ógleymanleg sjón." Lestu ítarlegra viðtal í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Ferðalög Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira