Tveggja manna ákvörðun segir Guðni 16. janúar 2005 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða orka tvímælis. Tveir menn hafi tekið þá ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að ráðherrann sé með ummælum sínum að treysta stöðu sína fyrir flokksþing Framsóknarflokksins í febrúar. Guðni sagði við Fréttablaðið í dag að ákvörðunin um að Ísland yrði á lista hinna staðföstu þjóða sem styddu innrásina í Írak hefði verið tekin af tveimur mönnum, það er formönnum stjórnarflokkanna. Hann bætti svo um betur í viðtali í Sunnudagsþættinum á Skjá einum í dag og sagðist ekki vita af hverju þeir hafi tekið þessa ákvörðun. „Þeir verða bara að verja sig í því,“ sagði Guðni og bætti við að að sínu mati orkaði hún tvímælis. Hins vegar væri ljóst að Saddam Hussein væri enginn gæðadrengur. Guðni sagðist styðja innrásina í viðtali við Fréttablaðið þann 26. mars 2003. Orðrétt sagði Guðni: „Framsóknarmenn eru eins og allir Íslendingar andvígir stríði og manndrápum. Ég styð þetta stríð á hendur Saddam Hussein en ber harm í brjósti þegar til slíkrar orustu er lagt.“ Þá segir blaðið: „Guðni segist styðja Halldór Ásgrímsson, formann sinn, í þessu máli og hann telur að rétt hafi verið af Íslendingum að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem standa með bandamönnum í stað þess að leita samkomulags innan Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn Írak.“ Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem hefur lýst andstöðu við stuðning Íslands frá upphafi, segir að yfirlýsingar Guðna Ágústssonar nú, skömmu fyrir flokksþing Framsóknarflokksins, beri ekki vott um mikið pólitískt hugrekki. Það sé dapurlegt að hann hafi kosið að þegja í tvö ár en tala nú þegar hann þurfi endurnýjað umboð til starfa. Kristinn kveðst spyrja sig hvernig jafn valdamikill maður og varaformaður flokksins geti leyft sér að þegja allan þennan tíma og beita sér ekki til að fylgja eftir þeim sjónarmiðum sem hann var kosinn sérstaklega til að vera fulltrúi fyrir. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða orka tvímælis. Tveir menn hafi tekið þá ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að ráðherrann sé með ummælum sínum að treysta stöðu sína fyrir flokksþing Framsóknarflokksins í febrúar. Guðni sagði við Fréttablaðið í dag að ákvörðunin um að Ísland yrði á lista hinna staðföstu þjóða sem styddu innrásina í Írak hefði verið tekin af tveimur mönnum, það er formönnum stjórnarflokkanna. Hann bætti svo um betur í viðtali í Sunnudagsþættinum á Skjá einum í dag og sagðist ekki vita af hverju þeir hafi tekið þessa ákvörðun. „Þeir verða bara að verja sig í því,“ sagði Guðni og bætti við að að sínu mati orkaði hún tvímælis. Hins vegar væri ljóst að Saddam Hussein væri enginn gæðadrengur. Guðni sagðist styðja innrásina í viðtali við Fréttablaðið þann 26. mars 2003. Orðrétt sagði Guðni: „Framsóknarmenn eru eins og allir Íslendingar andvígir stríði og manndrápum. Ég styð þetta stríð á hendur Saddam Hussein en ber harm í brjósti þegar til slíkrar orustu er lagt.“ Þá segir blaðið: „Guðni segist styðja Halldór Ásgrímsson, formann sinn, í þessu máli og hann telur að rétt hafi verið af Íslendingum að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem standa með bandamönnum í stað þess að leita samkomulags innan Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn Írak.“ Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem hefur lýst andstöðu við stuðning Íslands frá upphafi, segir að yfirlýsingar Guðna Ágústssonar nú, skömmu fyrir flokksþing Framsóknarflokksins, beri ekki vott um mikið pólitískt hugrekki. Það sé dapurlegt að hann hafi kosið að þegja í tvö ár en tala nú þegar hann þurfi endurnýjað umboð til starfa. Kristinn kveðst spyrja sig hvernig jafn valdamikill maður og varaformaður flokksins geti leyft sér að þegja allan þennan tíma og beita sér ekki til að fylgja eftir þeim sjónarmiðum sem hann var kosinn sérstaklega til að vera fulltrúi fyrir.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira