Impregilo skuldar hundruð milljóna 10. janúar 2005 00:01 Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur. Impregilo hefur greitt portúgölsku verkamönnunum sömu laun og íslenskir verkamenn fá útborguð eftir að íslenskir skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki greitt skatta til íslenskra skattayfirvalda. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, segir skattayfirvöld ekki vera sammála Impregilo um meðferð skattamála undirverktaka sinna og hefur því gert kröfu á fyrirtækið. Hann segir Impregilo hafa áfrýjað niðurstöðunni til yfirskattanefndar og vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í mánuðinum. Ómar segir að starfsmannaleigur sem sjái um að útvega félaginu starfsmenn frá Portúgal beri ábyrgð á skattskilum starfsmannanna og eigi að greiða skattana þeirra. Starfsmannaleigurnar fái eingreiðslu frá Impregilo sem eigi að dekka allan þennan kostnað. Skattarnir sem Impregilo haldi eftir af launum starfsmannanna séu bara reikniformúla til að tryggja að borguð séu laun í samræmi við íslenska kjarasamninga og komi málinu því í raun ekkert við. Impregilo telur að starfsmennirnir séu ekki skattskyldir hér á landi heldur í Portúgal samkvæmt tvísköttunarsamningi þjóðanna en sá samningur tók ekki gildi fyrr en um þessi áramót. Þar sem frádráttur af launum starfsmannanna samkvæmt íslenskum skattareglum er aðeins reikniformúla, að sögn Impregilo, rennur mismunur á sköttum hér og í Portúgal, þar sem þeir eru mun lægri, í vasa fyrirtækisins. Ekkert eftirlit er með því af hálfu skattayfirvalda hér hvort skattarnir hafi verið greiddir þar samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst. Skattayfirvöld telja hins vegar að starfsmennirnir séu skattskyldir hér og krefur Impregilo um gjöldin. Vangoldin staðgreiðsla vegna Portúgalanna hefur verið áætluð frá árinu 2003 og hleypur upphæðin nú á hundruðum milljóna samkvæmt heimildum fréttastofu. Skatturinn hefur haldið eftir tugum milljóna af endurgreiðslu fyrirtækisins vegna virðisauka þar til niðurstaða fæst í málið. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira
Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur. Impregilo hefur greitt portúgölsku verkamönnunum sömu laun og íslenskir verkamenn fá útborguð eftir að íslenskir skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki greitt skatta til íslenskra skattayfirvalda. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, segir skattayfirvöld ekki vera sammála Impregilo um meðferð skattamála undirverktaka sinna og hefur því gert kröfu á fyrirtækið. Hann segir Impregilo hafa áfrýjað niðurstöðunni til yfirskattanefndar og vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í mánuðinum. Ómar segir að starfsmannaleigur sem sjái um að útvega félaginu starfsmenn frá Portúgal beri ábyrgð á skattskilum starfsmannanna og eigi að greiða skattana þeirra. Starfsmannaleigurnar fái eingreiðslu frá Impregilo sem eigi að dekka allan þennan kostnað. Skattarnir sem Impregilo haldi eftir af launum starfsmannanna séu bara reikniformúla til að tryggja að borguð séu laun í samræmi við íslenska kjarasamninga og komi málinu því í raun ekkert við. Impregilo telur að starfsmennirnir séu ekki skattskyldir hér á landi heldur í Portúgal samkvæmt tvísköttunarsamningi þjóðanna en sá samningur tók ekki gildi fyrr en um þessi áramót. Þar sem frádráttur af launum starfsmannanna samkvæmt íslenskum skattareglum er aðeins reikniformúla, að sögn Impregilo, rennur mismunur á sköttum hér og í Portúgal, þar sem þeir eru mun lægri, í vasa fyrirtækisins. Ekkert eftirlit er með því af hálfu skattayfirvalda hér hvort skattarnir hafi verið greiddir þar samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst. Skattayfirvöld telja hins vegar að starfsmennirnir séu skattskyldir hér og krefur Impregilo um gjöldin. Vangoldin staðgreiðsla vegna Portúgalanna hefur verið áætluð frá árinu 2003 og hleypur upphæðin nú á hundruðum milljóna samkvæmt heimildum fréttastofu. Skatturinn hefur haldið eftir tugum milljóna af endurgreiðslu fyrirtækisins vegna virðisauka þar til niðurstaða fæst í málið.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira