Viðskipti innlent

Fara fram á lögbann

Stjórnendur SÍF ætla að fara fram á að lögbann verði sett á starfsemi nýstofnaðs félags sem stefnir á samkeppni við SÍF í sölu á saltfiski. Að nýja félaginu stendur hópur fyrrverandi starfsmanna SÍF. SÍF segir að í ljósi skuldbindinga starfsmannanna við félagið hafi verið farið fram á lögbann á starfsemi hins nýja félags þar sem starfsmennirnir brjóti gegn ráðningarsamningum sínum. Í frétt frá SÍF kemur einnig fram að stjórnendur telji að fyrrverandi starfsmenn félagsins hafi notað eigur og trúnaðarupplýsingar hjá SÍF til þess að undirbúa stofnun hins nýja félags. SÍF hefur því farið fram á lögreglurannsókn vegna þessara þátta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×